Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2016 22:24 Halldór Ragnarsson myndlistarmaður og stúdíó hans á Grettisgötu. Vísir/Anton/Ingvar Högni Ragnarsson „Öll verkin mín, allt er þarna í skralli held ég,“ segir Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. Hann segist sjálfur hafa verið í sundi þegar eldurinn kom upp. „Stúdíóið er vestanmegin í húsinu en eldurinn virðist hafa komið upp austanmegin. Ég hef samt ekki fengið að vita neitt. Þeir eru að sprauta inn á verkstæðið bakvið stúdíóið mitt. Mér sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin.“ Hann segir fyrst og fremst vera um málverk og teikningar að ræða sem nú liggi undir skemmdum. „Ég fylgist nú með þeim sprauta bæði inn til mín og inn á verkstæðið.“ Halldór segir eldinn ekki hafa kviknað hjá sér heldur austanmegin í húsinu. „Mér sýnist samt allt mitt hafurtask, tölvur og öll mín gögn vera farin fyrir bí. Mig grunar það. Þetta er hrikalegt.“ Hann segir að auk stúdíósins sé Bílrúðan með verkstæði í húsinu og svo sé lítill líkamsræktarsalur þar sem eldurinn hafi mögulega komið upp. „Ég veit það að sjálfsögðu ekki en þar voru þeir að slökkva eldinn.“ Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Lögreglan leitar að fjórum mönnum vegna brunans Tveir þeirra sáust yfirgefa húsið skömmu áður en eldsins varð vart en hinir tveir voru fyrr á ferðinni. 8. mars 2016 11:07 Fara í kjallara hússins í dag til að fjarlægja bíla og tæki Sérfræðingar fengnir til að meta burðarþol með tilliti til frekari aðgerða á staðnum. 8. mars 2016 12:17 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Öll verkin mín, allt er þarna í skralli held ég,“ segir Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. Hann segist sjálfur hafa verið í sundi þegar eldurinn kom upp. „Stúdíóið er vestanmegin í húsinu en eldurinn virðist hafa komið upp austanmegin. Ég hef samt ekki fengið að vita neitt. Þeir eru að sprauta inn á verkstæðið bakvið stúdíóið mitt. Mér sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin.“ Hann segir fyrst og fremst vera um málverk og teikningar að ræða sem nú liggi undir skemmdum. „Ég fylgist nú með þeim sprauta bæði inn til mín og inn á verkstæðið.“ Halldór segir eldinn ekki hafa kviknað hjá sér heldur austanmegin í húsinu. „Mér sýnist samt allt mitt hafurtask, tölvur og öll mín gögn vera farin fyrir bí. Mig grunar það. Þetta er hrikalegt.“ Hann segir að auk stúdíósins sé Bílrúðan með verkstæði í húsinu og svo sé lítill líkamsræktarsalur þar sem eldurinn hafi mögulega komið upp. „Ég veit það að sjálfsögðu ekki en þar voru þeir að slökkva eldinn.“
Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Lögreglan leitar að fjórum mönnum vegna brunans Tveir þeirra sáust yfirgefa húsið skömmu áður en eldsins varð vart en hinir tveir voru fyrr á ferðinni. 8. mars 2016 11:07 Fara í kjallara hússins í dag til að fjarlægja bíla og tæki Sérfræðingar fengnir til að meta burðarþol með tilliti til frekari aðgerða á staðnum. 8. mars 2016 12:17 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26
„Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00
Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42
Lögreglan leitar að fjórum mönnum vegna brunans Tveir þeirra sáust yfirgefa húsið skömmu áður en eldsins varð vart en hinir tveir voru fyrr á ferðinni. 8. mars 2016 11:07
Fara í kjallara hússins í dag til að fjarlægja bíla og tæki Sérfræðingar fengnir til að meta burðarþol með tilliti til frekari aðgerða á staðnum. 8. mars 2016 12:17