Ríkissaksóknari hefur ekki ákæruvald í efnahagsbrotamálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. janúar 2010 12:54 Valtýr Sigurðsson er ríkissaksóknari. Mynd/ Pjetur. Ríkissaksóknari segist ekki hafa ákæruvald í efnahagsbrotamálum og furðar sig á öllu tali um ranga forgangsröðun í tengslum við ákæruna gegn fólki sem mótmælti við Alþingishúsið í desember 2008. Hörður Torfason, tónlistarmaður og mótmælandi, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Ríkissaksóknara. „Skrifstofustjóri kærir fyrir árás á Alþingi og kærir til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar þetta mál enda slösuðust þarna sjö manns," segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Þegar rannsókn lögreglunnar ljúki þurfi hún annað hvort að ákæra sjálf eða senda ríkissaksóknara málið ríkissaksóknara, sem hafi verið gert í þessu tilviki. Ríkissaksóknari hafi fengið málið í október síðastliðnum. „Samkvæmt vinnureglum okkar á að ljúka öllum málum sem koma hingað inn innan mánaðar. Það náðist ekki og því var verið að ákæra í málinu núna," segir Valtýr. Hann bendir á að Ríkissaksóknari fari hins vegar ekki með ákæruvaldið í efnahagsbrotamálum. „Því síður rannsökum við efnahagsbrot. Það gerir Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, segir Valtýr. En auk Ríkislögreglustjórans, sér sérstakur saksóknari um að rannsaka og ákæra í efnahagsbrotamálum. Valtýr bætir því við að Ríkissaksóknari hafi ekki lögreglumenn á sínum snærum og rannsaki því ekki mál sjálfur. Þá segist Valtýr hafa orðið var við umræðu um að að Ríkissaksóknari ætti að veita sakaruppgjöf í málinu. Ríkissaksóknari hafi hins vegar ekki neina heimild til þess. „Hins vegar er eina krafan sem hægt er að gera til Ríkissaksóknara sú að hann gæti jafnræðis og ákæri þegar að um refsiverða háttsemi er að ræða að hans mati. Síðan er það mál dómstólanna að skera úr því," segir Valtýr. Tengdar fréttir Mótmælendur tóku sér frest til að lýsa afstöðu sinni Fólkið sem ákært hefur verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan og mætti fyrir rétt í dag tók sér allt frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar þegar þingfesting fór fram í málinu. Tveir hinna ákærðu mættu hinsvegar ekki fyrir dóminn. Næst verður þingað í málinu þann 9. febrúar næstkomandi og þá þurfa sakborningar að lýsa yfir sekt eða sakleysi sínu. 21. janúar 2010 10:09 Íhugar að játa til að spara skattfé Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. 20. janúar 2010 21:46 Hörður Torfa: Ákærurnar eins og olía á eld Hörður Torfason einn af upphafsmönnum Búsáhaldabyltingarinnar segir símann hafa verið rauðglóandi í morgun eftir að fréttir bárust af því að mótmælendurnir níu yrðu ákærðir. Hann segir forgangsröðun Ríkissaksóknara kolranga. 21. janúar 2010 12:13 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Ríkissaksóknari segist ekki hafa ákæruvald í efnahagsbrotamálum og furðar sig á öllu tali um ranga forgangsröðun í tengslum við ákæruna gegn fólki sem mótmælti við Alþingishúsið í desember 2008. Hörður Torfason, tónlistarmaður og mótmælandi, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Ríkissaksóknara. „Skrifstofustjóri kærir fyrir árás á Alþingi og kærir til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar þetta mál enda slösuðust þarna sjö manns," segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Þegar rannsókn lögreglunnar ljúki þurfi hún annað hvort að ákæra sjálf eða senda ríkissaksóknara málið ríkissaksóknara, sem hafi verið gert í þessu tilviki. Ríkissaksóknari hafi fengið málið í október síðastliðnum. „Samkvæmt vinnureglum okkar á að ljúka öllum málum sem koma hingað inn innan mánaðar. Það náðist ekki og því var verið að ákæra í málinu núna," segir Valtýr. Hann bendir á að Ríkissaksóknari fari hins vegar ekki með ákæruvaldið í efnahagsbrotamálum. „Því síður rannsökum við efnahagsbrot. Það gerir Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, segir Valtýr. En auk Ríkislögreglustjórans, sér sérstakur saksóknari um að rannsaka og ákæra í efnahagsbrotamálum. Valtýr bætir því við að Ríkissaksóknari hafi ekki lögreglumenn á sínum snærum og rannsaki því ekki mál sjálfur. Þá segist Valtýr hafa orðið var við umræðu um að að Ríkissaksóknari ætti að veita sakaruppgjöf í málinu. Ríkissaksóknari hafi hins vegar ekki neina heimild til þess. „Hins vegar er eina krafan sem hægt er að gera til Ríkissaksóknara sú að hann gæti jafnræðis og ákæri þegar að um refsiverða háttsemi er að ræða að hans mati. Síðan er það mál dómstólanna að skera úr því," segir Valtýr.
Tengdar fréttir Mótmælendur tóku sér frest til að lýsa afstöðu sinni Fólkið sem ákært hefur verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan og mætti fyrir rétt í dag tók sér allt frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar þegar þingfesting fór fram í málinu. Tveir hinna ákærðu mættu hinsvegar ekki fyrir dóminn. Næst verður þingað í málinu þann 9. febrúar næstkomandi og þá þurfa sakborningar að lýsa yfir sekt eða sakleysi sínu. 21. janúar 2010 10:09 Íhugar að játa til að spara skattfé Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. 20. janúar 2010 21:46 Hörður Torfa: Ákærurnar eins og olía á eld Hörður Torfason einn af upphafsmönnum Búsáhaldabyltingarinnar segir símann hafa verið rauðglóandi í morgun eftir að fréttir bárust af því að mótmælendurnir níu yrðu ákærðir. Hann segir forgangsröðun Ríkissaksóknara kolranga. 21. janúar 2010 12:13 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Mótmælendur tóku sér frest til að lýsa afstöðu sinni Fólkið sem ákært hefur verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan og mætti fyrir rétt í dag tók sér allt frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar þegar þingfesting fór fram í málinu. Tveir hinna ákærðu mættu hinsvegar ekki fyrir dóminn. Næst verður þingað í málinu þann 9. febrúar næstkomandi og þá þurfa sakborningar að lýsa yfir sekt eða sakleysi sínu. 21. janúar 2010 10:09
Íhugar að játa til að spara skattfé Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. 20. janúar 2010 21:46
Hörður Torfa: Ákærurnar eins og olía á eld Hörður Torfason einn af upphafsmönnum Búsáhaldabyltingarinnar segir símann hafa verið rauðglóandi í morgun eftir að fréttir bárust af því að mótmælendurnir níu yrðu ákærðir. Hann segir forgangsröðun Ríkissaksóknara kolranga. 21. janúar 2010 12:13