Viðskipti innlent

Tíu fyrrum toppar Landsbankans vilja 2 milljarða

Yngvi Örn Kristinsson fyrrverandi framkvæmdarstjóri verðbréfasviðs bankans fer fram á rúmar 229 milljónir króna.
Yngvi Örn Kristinsson fyrrverandi framkvæmdarstjóri verðbréfasviðs bankans fer fram á rúmar 229 milljónir króna.

Tíu hæstu kröfur fyrrverandi starfsmanna Landsbankans nema rúmlega tveimur milljörðum króna. Hæstu kröfuna á Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, en hann fer fram á rúmar 490 milljónir króna.

Á eftir honum kemur Bjarni Þórður Bjarnason fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar bankans sem gerir kröfu upp á tæpar 377 milljónir króna.

Guðmundur P. Davíðsson sem var forstöðumaður fyrirtækjasviðs er með tæpar 316 milljónir og Yngvi Örn Kristinsson fyrrverandi framkvæmdarstjóri verðbréfasviðs og núverandi ríkisstarfsmaður með rúmar 229 milljónir króna.

Þess ber að geta að slitastjórn Landsbankans hefur ekki tekið afstöðu til þessara krafna, og því ekki víst hvort þær verði samþykktar.












Tengdar fréttir

Kröfulisti Landsbankans: Deutsche Bank með 403 milljarða

Stærsti einstaki kröfuhafinn í þrotabú Landsbankans, að Icesave frátöldu, er þýski stórbankinn Deutsche Bank. Samtals gerir Deutsche Bank og dótturfélög hans kröfur upp á 403 milljarða kr. í búið samkvæmt kröfuhafalista bankans.

Kröfulisti Landsbankans: Heildarkröfur rúmir 6.000 milljarðar

Lýstar kröfur í þrotabú Landsbankans nema 6.459 milljörðum króna. Af heildarkröfum nema samþykktar forgangskröfur 1.273 milljörðum. Heildarforgangskröfur nema 2.857 milljörðum, en ekki er enn búið að taka afstöðu til allra launakrafna.

Kröfulisti Landsbankans: Glitnir með 90 milljarða kröfu

Glitnir gerir kröfur upp á rúmlega 90 milljarða kr. í þrotabú Landsbankans. Þetta kemur fram í kröfulista Landsbankans. Raunar gera flestar lánastofnanir sem og opinberar stofnanir háar kröfur í þrotabúið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×