Innlent

Gjaldþrot Seðlabankans stærra mál en Icesave

Ólafur Arnarson, hagfræðingur.
Ólafur Arnarson, hagfræðingur. Mynd/Stefán Karlsson
Gjaldþrot Seðlabankans er enn stærra mál en Icesave. Vaxtakjörin á Icesave láninu gera það þó að verkum að Icesave er í fyrsta sæti þegar kemur að álögum á þjóðina. Þetta segir Ólafur Arnarson, hagfræðingur.

Samkomulag vegna Icesave er nú í höfn. Íslendingar ábyrgjast allt að 640 milljarða vegna samningsins og eru vextirnir 5,5% á ári. Vextirnir eru því um það bil 35 milljarðar á ári.

Ólafur Arnarson, hagfræðingur, segir að um gríðarlegar vaxtagreiðslur sé að ræða. Hann segist ekki skilja að samningurinn sé kynntur sem afrek. Vextirnir, 5,5%, þegar Seðlabankar um allan heim eru með í hálfu prósenti. Ólafur segir vaxtakjörin skelfileg.

Ólafur segir að gjaldþrot Seðlabankans sé enn stærra mál en Icesave. Vaxtakjörin á Icesave láninu tryggi það þó að gjaldþrot Seðlabankans sé í öðru sæti og Icesave í fyrsta. Ólafur segir að það sé stórmerkilegt að verið sé að borga fólki laun til að fara til útlanda og ná í svona samninga.


Tengdar fréttir

Vextir af Icesave-láni 35 milljarðar á ári

Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár.

Ísland frjálst undan hryðjuverkalögum fyrir þjóðhátíð

Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt.

Samkomulagið betra en fyrri drög

Samkomulag það sem tókst í gærkvöldi um Icesave skuldbindingar Íslendinga er mun hagstæðara en drög að samkomulagi sem lágu fyrir í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Hryðjuverkalögum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verður aflétt eftir tæpan hálfan mánuð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×