Málið upplýst - morðinginn svipti sig lífi 29. júlí 2007 15:34 MYND/365 Árásarmaður mannsins sem skotinn var til bana á Sæbrautinni í morgun svipti sig lífi á Þingvöllum tæpri klukkstund eftir árásina. Í fórum mannsins fannst bréf og skotvopn sem tengir hann við skotárásina. Fórnarlambið hóf fyrir stuttu samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins. Lögreglan segir málið upplýst. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan segir líklegt að fórnarlambið hafi verið að skipta um dekk á bíl sínum þegar árásarmaðurinn skaut hann í brjóstið úr .22 kalibera riffli. Sendibílstjóri tók fórnarlambið upp í bíl sinn og fór með hann að Laugardalslaug. Vakthafandi læknir á slysadeild Landspítalans sagði í viðtali við Ríkissjónvarpið að maðurinn hafi ekki reynst vera með lífsmark þegar komið var að honum við Laugardalslaugina. Endurlífgunaraðgerðir stóðu yfir í rúman klukkutíma án árangurs. Maðurinn var úrskurðaður látinn um klukkan eitt í dag. Hann var íslenskur og fæddur árið 1972. Árásarmaðurinn fannst látinn í bifreið sinni um eittleytið í dag við Almannagjá á Þingvöllum. Allt bendir til þess að hann hafi svipt sig lífi. Í bílnum fann lögreglan skotvopn og bréf sem tengja hann við málið. Hann var íslenskur og fæddur árið 1969. Fram kom á blaðamannafundinum að fórnarlambið hafi fyrir stuttu hafið samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins. Lögreglan segir málið upplýst. Tengdar fréttir Alvarleg líkamsárás á Sæbraut Mjög alvarleg líkamsárás átti sér stað rétt fyrir hádegi við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild og óstaðfestar heimildir herma að þetta hafi verið skotárás. Talið er að vettvangur árásarinnar nái einnig til Laugardalslaugarinnar og eru lögregla og sjúkrabílar þar. Hefur inngang laugarinnar veri lokað af. Litlar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið enn sem komið er. 29. júlí 2007 11:56 Skotinn með riffli í brjóstið Maðurinn sem lést af völdum skotsára eftir árás á Sæbrautinni í morgun var skotinn með .22 kalibera riffli í brjóstið. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan útilokar ekki að um árás án tilefnis hafi verið að ræða. Heimildir segja að maðurinn hafi verið að skipta um dekk þegar á hann var ráðist. Sérsveit lögreglunnar er í viðbragðsstöðu. 29. júlí 2007 14:34 Morðið ekki tengt undirheimunum Skotmaðurinn var enn á staðnum þegar sendibílstjórinn forðaði særða manninum af vettvangi. Málið er ekki talið tengjast undirheimum samkvæmt heimildum Vísis. 29. júlí 2007 15:23 Fórnarlamb skotárásarinnar látið Maðurinn sem varð fyrir skotárás á Sæbrautinni laust fyrir hádegi í dag er látinn. Hann var fæddur árið 1972. 29. júlí 2007 13:17 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Árásarmaður mannsins sem skotinn var til bana á Sæbrautinni í morgun svipti sig lífi á Þingvöllum tæpri klukkstund eftir árásina. Í fórum mannsins fannst bréf og skotvopn sem tengir hann við skotárásina. Fórnarlambið hóf fyrir stuttu samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins. Lögreglan segir málið upplýst. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan segir líklegt að fórnarlambið hafi verið að skipta um dekk á bíl sínum þegar árásarmaðurinn skaut hann í brjóstið úr .22 kalibera riffli. Sendibílstjóri tók fórnarlambið upp í bíl sinn og fór með hann að Laugardalslaug. Vakthafandi læknir á slysadeild Landspítalans sagði í viðtali við Ríkissjónvarpið að maðurinn hafi ekki reynst vera með lífsmark þegar komið var að honum við Laugardalslaugina. Endurlífgunaraðgerðir stóðu yfir í rúman klukkutíma án árangurs. Maðurinn var úrskurðaður látinn um klukkan eitt í dag. Hann var íslenskur og fæddur árið 1972. Árásarmaðurinn fannst látinn í bifreið sinni um eittleytið í dag við Almannagjá á Þingvöllum. Allt bendir til þess að hann hafi svipt sig lífi. Í bílnum fann lögreglan skotvopn og bréf sem tengja hann við málið. Hann var íslenskur og fæddur árið 1969. Fram kom á blaðamannafundinum að fórnarlambið hafi fyrir stuttu hafið samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins. Lögreglan segir málið upplýst.
Tengdar fréttir Alvarleg líkamsárás á Sæbraut Mjög alvarleg líkamsárás átti sér stað rétt fyrir hádegi við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild og óstaðfestar heimildir herma að þetta hafi verið skotárás. Talið er að vettvangur árásarinnar nái einnig til Laugardalslaugarinnar og eru lögregla og sjúkrabílar þar. Hefur inngang laugarinnar veri lokað af. Litlar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið enn sem komið er. 29. júlí 2007 11:56 Skotinn með riffli í brjóstið Maðurinn sem lést af völdum skotsára eftir árás á Sæbrautinni í morgun var skotinn með .22 kalibera riffli í brjóstið. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan útilokar ekki að um árás án tilefnis hafi verið að ræða. Heimildir segja að maðurinn hafi verið að skipta um dekk þegar á hann var ráðist. Sérsveit lögreglunnar er í viðbragðsstöðu. 29. júlí 2007 14:34 Morðið ekki tengt undirheimunum Skotmaðurinn var enn á staðnum þegar sendibílstjórinn forðaði særða manninum af vettvangi. Málið er ekki talið tengjast undirheimum samkvæmt heimildum Vísis. 29. júlí 2007 15:23 Fórnarlamb skotárásarinnar látið Maðurinn sem varð fyrir skotárás á Sæbrautinni laust fyrir hádegi í dag er látinn. Hann var fæddur árið 1972. 29. júlí 2007 13:17 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Alvarleg líkamsárás á Sæbraut Mjög alvarleg líkamsárás átti sér stað rétt fyrir hádegi við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild og óstaðfestar heimildir herma að þetta hafi verið skotárás. Talið er að vettvangur árásarinnar nái einnig til Laugardalslaugarinnar og eru lögregla og sjúkrabílar þar. Hefur inngang laugarinnar veri lokað af. Litlar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið enn sem komið er. 29. júlí 2007 11:56
Skotinn með riffli í brjóstið Maðurinn sem lést af völdum skotsára eftir árás á Sæbrautinni í morgun var skotinn með .22 kalibera riffli í brjóstið. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan útilokar ekki að um árás án tilefnis hafi verið að ræða. Heimildir segja að maðurinn hafi verið að skipta um dekk þegar á hann var ráðist. Sérsveit lögreglunnar er í viðbragðsstöðu. 29. júlí 2007 14:34
Morðið ekki tengt undirheimunum Skotmaðurinn var enn á staðnum þegar sendibílstjórinn forðaði særða manninum af vettvangi. Málið er ekki talið tengjast undirheimum samkvæmt heimildum Vísis. 29. júlí 2007 15:23
Fórnarlamb skotárásarinnar látið Maðurinn sem varð fyrir skotárás á Sæbrautinni laust fyrir hádegi í dag er látinn. Hann var fæddur árið 1972. 29. júlí 2007 13:17