Viðskipti erlent

72% af 500 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna nota skattaskjól

Sæunn Gísladóttir skrifar
Cayman-eyjar eru annar vinsælasti staðurinn fyrir skattaskjól.
Cayman-eyjar eru annar vinsælasti staðurinn fyrir skattaskjól. Vísir/Getty
Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn nýttu 358 fyrirtæki, nærri 72% af 500 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, eiga dótturfyrirtæki í skattaparadísum, meðal annars á Bermúda, Írlandi, Lúxemborg og Hollandi. Þessi fyrirtæki nýta sér að minnsta kosti 7622 skattaskjól.

Fyrirtækin eru með meira en 2.100 milljarða bandaríkjadala af hagnaði fyrir utan Bandaríkin og hafa þannig komið sér undan að greiða 620 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði um 78.500 milljarða íslenskra króna, í skatt. Af fyrirtækjunum eiga 30 þeirra samtals 65% af hagnaðinum og nota 1225 skattaskjól. Nærri 60% þeirra sem nýta sér skattaskjól eru með að minnsta kosti eitt á Bermúda eyju eða Cayman-eyjunum.

Apple er með mest fé í skattaskjólum, eða um 181,1 milljarð bandaríkjadala. Fyrirtækið myndi skulda 59,2 milljarða bandaríkjadala í skatt, jafnvirði 7500 milljarða íslenskra króna, í Bandaríkjunum. American express er með 9,7 milljarða í skattaskjólum og myndi skulda 3 milljarða bandaríkjadala í skatta, Nike er svo með 8,3 milljarða bandaríkjadala erlendis og myndi skulda 2,7 milljarða bandaríkjadala í skatt.

Samkvæmt skýrslunni greiða fyrirtækin um sex prósent skatt erlendis, en myndu borga 35 prósenta fyrirtækjaskatt í Bandaríkjunum. 


Tengdar fréttir

Skattaskjólið Ísland

Forstjóri Haga hefur nú gengist við því að kjúklingaeldi heyri til landbúnaðar en ekki iðnaðarframleiðslu. Það er umtalsvert ánægjuefni. Sinnaskiptin voru gerð lýðnum heyrinkunn á sjálfum aðfangadegi jóla í grein hér í Fréttablaðinu.

Hin leyndardómsfullu skattaskjól

Skattrannsóknarstjóri hefur undanfarið verið áberandi í fjölmiðlum vegna stolinna gagna sem hann hyggst kaupa að utan og geta hugsanlega upplýst um skattsvikara sem geyma fé í skattaskjólum þar. Svona fregnir fylla mann bjartsýni á að raunverulega eigi nú að virkja skatteftirlit í landinu þannig að ekki bara sumir heldur allir standi skil til samfélagsins á því sem þeim ber.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×