Innlent

„Við erum ekkert á leiðinni suður aftur“

Kristján Már Unnarsson skrifar
Ung hjón sem nýlega fluttu úr borginni austur á Breiðdalsvík sjá mest eftir því að hafa ekki gert það löngu fyrr. Í sveitinni hefur önnur barnafjölskylda byggt fyrsta íbúðarhúsið sem rís í Breiðdalshreppi eftir langt hlé. 

Í byggð sem skilgreind hefur verið sem brothætt vekur athygli að þangað hafa verið að flytjast ungar barnafjölskyldur, eins og þau Sigrún Birgisdóttir þroskaþjálfi og Valdimar Finnsson smiður með strákana sína þrjá. Hún fékk vinnu í grunnskólanum en hann í álveri Alcoa Fjarðaáls. Þau segjast sjá mest eftir því að hafa ekki gert þetta löngu fyrr.

„Við erum ekkert á leiðinni suður aftur,“ segir Sigrún. 

Guðný Harðardóttir og Valur Arnarson á Gilsárstekk í Norðurdal.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Ungt barnafólk hefur einnig verið að setjast að í sveitinni. Þau Guðný Harðardóttir ráðunautur og Valur Arnarson húsamálari eru að byggja upp sauðfjárbú á bænum Gilsárstekk í Norðurdal. Þar hafa þau nú byggt fyrsta íbúðarhúsið sem rís í héraðinu eftir langt hlé. Þau halda að fimmtán ár hafi liðið frá því síðast var byggt. 

„Við erum þrjóskari en sauðkindin, skulum við segja. Þessvegna erum við hér,“ segir Guðný og hlær. 

Nánar er rætt við þau í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld sem fjallar um mannlíf í Breiðdalshreppi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×