Enski boltinn

Wenger neitar að afskrifa Rosicky

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rosicky spilaði í nítján mínútur í bikarleiknum um helgina en meiddist, enn og aftur.
Rosicky spilaði í nítján mínútur í bikarleiknum um helgina en meiddist, enn og aftur. Vísir/Getty
Arsene Wenger vildi ekkert segja um hvort að Tékkinn Tomas Rosicky hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal á ferlinum.

Rosicky meiddist nýlega á læri og Wenger staðfesti á blaðamannafundi í dag að hann verður frá í allt að þrjá mánuði.

Miðjumaðurinn öflugi hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2006 en hefur lítið geta spilað undanfarin ár vegna meiðsla. Hann missti af fyrri hluta tímabilsins vegna hnémeiðsla og meiddist svo á læri í bikarleiknum gegn Burnley um helgina, sem var fyrsti leikur hans á tímabilinu.

Wenger var spurður hvort að Rosicky væri nú búinn að spila sinn síðasta leik með Arsenal en því vildi Wenger ekki svara og bætti því við að hann myndi fyrst og fremst veita Rosicky stuðning en ekki afskrifa hann.


Tengdar fréttir

Enn lengist meiðslalistinn hjá Arsenal

Francis Coquelin, leikmaður Arsenal, gæti verið frá keppni í fjóra mánuði eftir að hafa meiðst á hné í leik liðsins gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×