Vopnin ekki flutt inn með lögformlegum leiðum Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2014 13:16 Landhelgisgæslan hefur komið sér í ónauðsynleg vandræði í Tollinum með leynilegum innflutningi sínum á byssum frá Noregi. Svo virðist sem Tollgæslan hafi algerlega verið sniðgengin við innflutninginn sem varð til þess að byssurnar voru innsiglaðar af Tollinum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar vissi Tollurinn ekki af innflutningi Landhelgisgæslunnar á hátt í þrjú hundruð hríðskotabyssum fyrr en málið komst í fjölmiðla. Það er því ljóst að Landhelgisgæslan, sem fer með löggæsluhlutverk, hafði ekki fyrir því að flytja vopnin inn eftir lögformlegum leiðum með tilheyrandi tollafgreiðslu. Enda hefði Tollurinn varla innsiglað vopnin í geymslu Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku ef það hefði verið gert. Við tollafgreiðslu skiptir máli hvort vopnin voru gjöf eða hvort þau voru keypt. Ef Gæslan hefði lagt fram fylgiskjöl frá Norska hernum sem staðfestu að um vinagjöf væri að ræða frá norska ríkinu til þess íslenska hefðu öll aðflutningsgjöld á vopnunum fallið niður en hvað undanþágur frá slíkum gjöldum segir í c-lið 8.greinar Tollalaga: Gjafir sem ríki, sveitarfélögum eða stofnunum á vegum hins opinbera eru gefnar erlendis frá í vináttuskyni eða á grundvelli menningartengsla við erlend ríki. Norski herinn hefur vermetið byssurnar til Gæslunnar á 625 þúsund norskar krónur, eða 11,5 milljónir íslenskar krónur. Ef um kaup hefði verið að ræða á byssunum félli 7,5 prósenta tollur, eða 862.000 krónur á verðið niður þar sem byssurnar eru framleiddar í Þýskalandi og fríverslunarsamningur er í gildi milli landanna. Hins vegar yrði Gæslan að greiða 22,5 prósenta virðisaukaskatt af verðinu, eða 2.587.500 krónur.Ef Norðmenn standa við yfirlýsingar sínar um að byssurnar hafi verið seldar, er spurningin hvort byssunum verði skilað eða gengið að uppsettu verði og virðisaukaskattur greiddur, en þá væri lokaverð um 14 milljónir. Ekki náðist í forstjóra Landhelgisgæslunnar við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37 Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15 Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11 „Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38 Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30 Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur komið sér í ónauðsynleg vandræði í Tollinum með leynilegum innflutningi sínum á byssum frá Noregi. Svo virðist sem Tollgæslan hafi algerlega verið sniðgengin við innflutninginn sem varð til þess að byssurnar voru innsiglaðar af Tollinum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar vissi Tollurinn ekki af innflutningi Landhelgisgæslunnar á hátt í þrjú hundruð hríðskotabyssum fyrr en málið komst í fjölmiðla. Það er því ljóst að Landhelgisgæslan, sem fer með löggæsluhlutverk, hafði ekki fyrir því að flytja vopnin inn eftir lögformlegum leiðum með tilheyrandi tollafgreiðslu. Enda hefði Tollurinn varla innsiglað vopnin í geymslu Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku ef það hefði verið gert. Við tollafgreiðslu skiptir máli hvort vopnin voru gjöf eða hvort þau voru keypt. Ef Gæslan hefði lagt fram fylgiskjöl frá Norska hernum sem staðfestu að um vinagjöf væri að ræða frá norska ríkinu til þess íslenska hefðu öll aðflutningsgjöld á vopnunum fallið niður en hvað undanþágur frá slíkum gjöldum segir í c-lið 8.greinar Tollalaga: Gjafir sem ríki, sveitarfélögum eða stofnunum á vegum hins opinbera eru gefnar erlendis frá í vináttuskyni eða á grundvelli menningartengsla við erlend ríki. Norski herinn hefur vermetið byssurnar til Gæslunnar á 625 þúsund norskar krónur, eða 11,5 milljónir íslenskar krónur. Ef um kaup hefði verið að ræða á byssunum félli 7,5 prósenta tollur, eða 862.000 krónur á verðið niður þar sem byssurnar eru framleiddar í Þýskalandi og fríverslunarsamningur er í gildi milli landanna. Hins vegar yrði Gæslan að greiða 22,5 prósenta virðisaukaskatt af verðinu, eða 2.587.500 krónur.Ef Norðmenn standa við yfirlýsingar sínar um að byssurnar hafi verið seldar, er spurningin hvort byssunum verði skilað eða gengið að uppsettu verði og virðisaukaskattur greiddur, en þá væri lokaverð um 14 milljónir. Ekki náðist í forstjóra Landhelgisgæslunnar við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37 Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15 Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11 „Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38 Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30 Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37
Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15
Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11
„Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38
Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30
Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27