Virkjanir í efri Þjórsá aftur möguleiki Hrund Þórsdóttir skrifar 6. janúar 2014 20:00 Eins og fram kom í fréttum okkar um helgina eru náttúruverndarsinnar æfir yfir ákvörðun umhverfisráðherra um að breyta skilmálum fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum og telja þeir að nýju opnað á virkjunarkosti í Þjórsá. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þá útfærslu Norðlingaölduveitu sem kynnt hafi verið í rammaáætlun tvö ekki mögulega lengur en að Landsvirkjun hafi áhuga á að leggja fram aðra virkjunarkosti í efri Þjórsá. „Annars vegar erum við að skoða að vera með stífluna á sama stað en minnka lónið um helming þannig að lónið yrði alfarið í árfarveginum og hins vegar er möguleiki á að færa stífluna neðar eftir ánni,“ segir Hörður.Svo þessi ákvörðun ráðherra er búin að opna á þetta mál aftur; beittuð þið hann þrýstingi til að ná þessu fram? „Við náttúrulega erum hagsmunaaðili á svæðinu bæði vegna núverandi mannvirkja okkar og frekari áforma og þar sem við erum hagsmunaaðili er eðlilegt að við höfum umsagnarrétt um tillögurnar. Við sendum inn nokkrar umsagnir sem sneru bæði að núverandi mannvirkjum sem eru austast á svæðinu og suður af svæðinu þar sem við sjáum fyrir okkur mögulegar frekari virkjanaframkvæmdir. Ég myndi ekki orða þetta þannig að við höfum beitt þrýstingi en við lögðum fram okkar sjónarmið.“ Hörður segir verndun Þjórsárvera tryggða og að hann kveðst gera sér grein fyrir að möguleg áhrif á fossaröðina í Þjórsá, þ.e. Kjálkaversfoss, Dynk og Gljúfurleitarfoss, valdi nú helst áhyggjum. Áhrif á hana séu þó ofmetin. „Það er líka mikilvægt að þessi áhrif eru algjörlega afturkræf. Ef þjóðin vill eftir 20 ár eða eitthvað fjarlægja stífluna er ekkert því til fyrirstöðu og áhrifin hverfa þá algjörlega.“Skilurðu áhyggjur náttúruverndarsinna? „Já.“ Tengdar fréttir Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Eins og fram kom í fréttum okkar um helgina eru náttúruverndarsinnar æfir yfir ákvörðun umhverfisráðherra um að breyta skilmálum fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum og telja þeir að nýju opnað á virkjunarkosti í Þjórsá. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þá útfærslu Norðlingaölduveitu sem kynnt hafi verið í rammaáætlun tvö ekki mögulega lengur en að Landsvirkjun hafi áhuga á að leggja fram aðra virkjunarkosti í efri Þjórsá. „Annars vegar erum við að skoða að vera með stífluna á sama stað en minnka lónið um helming þannig að lónið yrði alfarið í árfarveginum og hins vegar er möguleiki á að færa stífluna neðar eftir ánni,“ segir Hörður.Svo þessi ákvörðun ráðherra er búin að opna á þetta mál aftur; beittuð þið hann þrýstingi til að ná þessu fram? „Við náttúrulega erum hagsmunaaðili á svæðinu bæði vegna núverandi mannvirkja okkar og frekari áforma og þar sem við erum hagsmunaaðili er eðlilegt að við höfum umsagnarrétt um tillögurnar. Við sendum inn nokkrar umsagnir sem sneru bæði að núverandi mannvirkjum sem eru austast á svæðinu og suður af svæðinu þar sem við sjáum fyrir okkur mögulegar frekari virkjanaframkvæmdir. Ég myndi ekki orða þetta þannig að við höfum beitt þrýstingi en við lögðum fram okkar sjónarmið.“ Hörður segir verndun Þjórsárvera tryggða og að hann kveðst gera sér grein fyrir að möguleg áhrif á fossaröðina í Þjórsá, þ.e. Kjálkaversfoss, Dynk og Gljúfurleitarfoss, valdi nú helst áhyggjum. Áhrif á hana séu þó ofmetin. „Það er líka mikilvægt að þessi áhrif eru algjörlega afturkræf. Ef þjóðin vill eftir 20 ár eða eitthvað fjarlægja stífluna er ekkert því til fyrirstöðu og áhrifin hverfa þá algjörlega.“Skilurðu áhyggjur náttúruverndarsinna? „Já.“
Tengdar fréttir Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18
Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38