Innlent

Vilja ekki að Landsnet fái framkvæmdaleyfi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm

Tæplega 700 manns hafa skrifað undir mótmælayfirlýsingu á vegum íbúa og fasteignaeigenda í Vallahverfi í Hafnarfirði gegn umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Fyrirtækið hefur óskað eftir því að fá að reisa bráðabirgðaloftlínu frá tengivirkinu við Hamranes.

Meðalhæð þeirra mastra sem á að reisa er áætluð 13,5 metrar.

„Tengivirkið við Hamranes er til bráðabirgða og við mótmælum því harðlega að reistar séu nýjar loftlínur frá tengivirkinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er þess einnig krafist að Ísallínur 1 og 2 verði settar í jörð sem og Suðurnesjalínur, bæði sú sem er til staðar og sú sem áætluð er að verði lögð. Þá vilja íbúarnir einnig að Hamraneslína 1 og 2 verði lögð í jörð frá Ásfjalli.

„Loftlínurnar munu að okkar mati hafa verulega neikvæð áhrif á útivist, útsýni og hljóðvist í Vallahverfinu og hafa áhrif til lækkunar fasteignaverðs og að auki festa í sessi tengivirki sem ítrekað hefur verið lofað að skuli hverfa eða minnka verulega að umfangi,“ segir í yfirlýsingunni.

Þar er vísað til ályktunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá því í desember á síðasta ári þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að Hamraneslínur verði fjarlægðar.

Undirskriftalistann má finna hér.


Tengdar fréttir

Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016

Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga.

Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi

"Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu.“

Línur í jörðu getur kostað allt að tólf milljarða

Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd féll í dag, eftir að tillaga um að hafna loftlínu í gegnum land sveitarfélagsins var samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar á miðvikudagskvöld. Viðbótarkostnaður getur orðið allt að tólf milljarðar verði kröfum mætt, segir forstjóri Landsnets.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×