Viðskipti innlent

Vilja að samkeppniseftirlitið skoði tryggingafélögin

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir
Neytendasamtökin vilja að Samkeppniseftirlitið skoði tryggingamarkað Íslands. Þá taka samtökin undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og skora á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, að bregðast við arðgreiðslum tryggingafélaga.

Sjá einnig: Ný reikningsskil skapa milljarða í arð

Í tilkynningu frá samtökunum segir að athygli hafi vakið að minnst þrjú af fjórum tryggingafélögum ætli að greiða verulegar fjárhæðir í arð til eigenda. Greiðslurnar séu mun hærri en hagnaður síðasta árs af tryggingastarfsemi.

Útlit sé fyrir að til standi að nota bótasjóði til að greiða stóran hluta arðgreiðslunnar.

„Neytendasamtökin minna á að það eru neytendur sem hafa greitt í bótasjóðina til að standa straum af óuppgerðum tjónum. Ef tryggingafélögin hafa ofáætlað tryggingaskuldir er eðlilegt að þau lækki iðgjöld neytenda. Það er með öllu óeðlilegt að oftekin gjöld séu notuð til að greiða eigendum arð.“


Tengdar fréttir

Ný reikningsskil skapa milljarða í arð

VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×