Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2016 19:45 Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. Stálgrind að fyrstu verksmiðjubyggingunni á Bakka er risin. Heimamenn segjast aldrei hafa séð önnur eins umsvif. Árum saman voru sýndar fréttamyndir af auðri iðnaðarlóðinni á Bakka. En nú er það allt orðið breytt. Þetta er orðið eitt mesta framkvæmdasvæði Íslands. Þar reisir þýska félagið PCC kísilver fyrir 37 milljarða króna. Stálgrind að hráefnisgeymslu er þegar risin og vinna í grunni ofnhússins er komin vel á veg. Aðalverktaki er einnig þýskur, SMS-group.Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Ég held að eina sambærilega verkið sé uppbygging álversins fyrir austan. Þar var skalinn náttúrlega ennþá stærri og samfélagið minna. En við höfum aldrei séð neitt annað eins og þetta er það stærsta sem hefur komið á Norðurlandi, allavega,“ segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Starfsmenn á Bakka eru nú um 200 talsins en þeim á eftir að fjölga eftir því sem umfang framkvæmdanna vex. Snæbjörn segir að á Húsavík nái framkvæmdirnar hámarki í haust þegar starfsmannafjöldinn fari upp í 600 manns.Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi: Við höfum aldrei séð annað eins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbyggingin á Bakka er aðeins einn þátturinn en samhliða er unnið að hafnargerð á Húsavík og gerð jarðganga frá höfninni að Bakka. Á Þeistareykjum er svo verið að reisa jarðvarmavirkjun auk þess sem lögð verður háspennulína á milli. Snæbjörn segir að þegar allt sé tekið saman megi áætla að verið sé að fjárfesta á svæðinu fyrir 80 milljarða króna á þeim tveimur til þremur árum sem framkvæmdirnar taka. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir íbúa jákvæða gagnvart þessum miklu umsvifum. „Hér er auðvitað verið að styrkja innviði til þess að taka við fjölbreyttara atvinnulífi og styrkari stoðum undir atvinnulíf hérna í sveitarfélaginu og á svæðinu í heild. Þannig að heilt yfir þá eru menn auðvitað bara jákvæðir og brosa inn í framtíðina. En umsvifum fylgja auðvitað árekstrar og pústrar, eins og eðlilegt er, en hingað til hafa menn bara náð að leysa það sem upp hefur komið,“ segir sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings: Hér brosa menn inn í framtíðina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Vantar 120 nýjar íbúðir Samkvæmt greiningu fyrirtækisins Alta á húsnæðismálum á Húsavík þarf að bæta við allt að 120 íbúðum í bænum vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC Bakki Silicon og afleiddra starfa. 13. maí 2016 07:00 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 ESA segir samninga við PCC ekki vera ríkisaðstoð Samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilverksmiðju PCC á Bakka fela ekki í sér ríkisaðstoð samkvæmt ESA. 20. maí 2015 11:19 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. Stálgrind að fyrstu verksmiðjubyggingunni á Bakka er risin. Heimamenn segjast aldrei hafa séð önnur eins umsvif. Árum saman voru sýndar fréttamyndir af auðri iðnaðarlóðinni á Bakka. En nú er það allt orðið breytt. Þetta er orðið eitt mesta framkvæmdasvæði Íslands. Þar reisir þýska félagið PCC kísilver fyrir 37 milljarða króna. Stálgrind að hráefnisgeymslu er þegar risin og vinna í grunni ofnhússins er komin vel á veg. Aðalverktaki er einnig þýskur, SMS-group.Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Ég held að eina sambærilega verkið sé uppbygging álversins fyrir austan. Þar var skalinn náttúrlega ennþá stærri og samfélagið minna. En við höfum aldrei séð neitt annað eins og þetta er það stærsta sem hefur komið á Norðurlandi, allavega,“ segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Starfsmenn á Bakka eru nú um 200 talsins en þeim á eftir að fjölga eftir því sem umfang framkvæmdanna vex. Snæbjörn segir að á Húsavík nái framkvæmdirnar hámarki í haust þegar starfsmannafjöldinn fari upp í 600 manns.Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi: Við höfum aldrei séð annað eins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbyggingin á Bakka er aðeins einn þátturinn en samhliða er unnið að hafnargerð á Húsavík og gerð jarðganga frá höfninni að Bakka. Á Þeistareykjum er svo verið að reisa jarðvarmavirkjun auk þess sem lögð verður háspennulína á milli. Snæbjörn segir að þegar allt sé tekið saman megi áætla að verið sé að fjárfesta á svæðinu fyrir 80 milljarða króna á þeim tveimur til þremur árum sem framkvæmdirnar taka. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir íbúa jákvæða gagnvart þessum miklu umsvifum. „Hér er auðvitað verið að styrkja innviði til þess að taka við fjölbreyttara atvinnulífi og styrkari stoðum undir atvinnulíf hérna í sveitarfélaginu og á svæðinu í heild. Þannig að heilt yfir þá eru menn auðvitað bara jákvæðir og brosa inn í framtíðina. En umsvifum fylgja auðvitað árekstrar og pústrar, eins og eðlilegt er, en hingað til hafa menn bara náð að leysa það sem upp hefur komið,“ segir sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings: Hér brosa menn inn í framtíðina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Vantar 120 nýjar íbúðir Samkvæmt greiningu fyrirtækisins Alta á húsnæðismálum á Húsavík þarf að bæta við allt að 120 íbúðum í bænum vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC Bakki Silicon og afleiddra starfa. 13. maí 2016 07:00 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 ESA segir samninga við PCC ekki vera ríkisaðstoð Samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilverksmiðju PCC á Bakka fela ekki í sér ríkisaðstoð samkvæmt ESA. 20. maí 2015 11:19 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Vantar 120 nýjar íbúðir Samkvæmt greiningu fyrirtækisins Alta á húsnæðismálum á Húsavík þarf að bæta við allt að 120 íbúðum í bænum vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC Bakki Silicon og afleiddra starfa. 13. maí 2016 07:00
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
ESA segir samninga við PCC ekki vera ríkisaðstoð Samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilverksmiðju PCC á Bakka fela ekki í sér ríkisaðstoð samkvæmt ESA. 20. maí 2015 11:19