Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2016 19:45 Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. Stálgrind að fyrstu verksmiðjubyggingunni á Bakka er risin. Heimamenn segjast aldrei hafa séð önnur eins umsvif. Árum saman voru sýndar fréttamyndir af auðri iðnaðarlóðinni á Bakka. En nú er það allt orðið breytt. Þetta er orðið eitt mesta framkvæmdasvæði Íslands. Þar reisir þýska félagið PCC kísilver fyrir 37 milljarða króna. Stálgrind að hráefnisgeymslu er þegar risin og vinna í grunni ofnhússins er komin vel á veg. Aðalverktaki er einnig þýskur, SMS-group.Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Ég held að eina sambærilega verkið sé uppbygging álversins fyrir austan. Þar var skalinn náttúrlega ennþá stærri og samfélagið minna. En við höfum aldrei séð neitt annað eins og þetta er það stærsta sem hefur komið á Norðurlandi, allavega,“ segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Starfsmenn á Bakka eru nú um 200 talsins en þeim á eftir að fjölga eftir því sem umfang framkvæmdanna vex. Snæbjörn segir að á Húsavík nái framkvæmdirnar hámarki í haust þegar starfsmannafjöldinn fari upp í 600 manns.Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi: Við höfum aldrei séð annað eins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbyggingin á Bakka er aðeins einn þátturinn en samhliða er unnið að hafnargerð á Húsavík og gerð jarðganga frá höfninni að Bakka. Á Þeistareykjum er svo verið að reisa jarðvarmavirkjun auk þess sem lögð verður háspennulína á milli. Snæbjörn segir að þegar allt sé tekið saman megi áætla að verið sé að fjárfesta á svæðinu fyrir 80 milljarða króna á þeim tveimur til þremur árum sem framkvæmdirnar taka. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir íbúa jákvæða gagnvart þessum miklu umsvifum. „Hér er auðvitað verið að styrkja innviði til þess að taka við fjölbreyttara atvinnulífi og styrkari stoðum undir atvinnulíf hérna í sveitarfélaginu og á svæðinu í heild. Þannig að heilt yfir þá eru menn auðvitað bara jákvæðir og brosa inn í framtíðina. En umsvifum fylgja auðvitað árekstrar og pústrar, eins og eðlilegt er, en hingað til hafa menn bara náð að leysa það sem upp hefur komið,“ segir sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings: Hér brosa menn inn í framtíðina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Vantar 120 nýjar íbúðir Samkvæmt greiningu fyrirtækisins Alta á húsnæðismálum á Húsavík þarf að bæta við allt að 120 íbúðum í bænum vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC Bakki Silicon og afleiddra starfa. 13. maí 2016 07:00 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 ESA segir samninga við PCC ekki vera ríkisaðstoð Samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilverksmiðju PCC á Bakka fela ekki í sér ríkisaðstoð samkvæmt ESA. 20. maí 2015 11:19 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. Stálgrind að fyrstu verksmiðjubyggingunni á Bakka er risin. Heimamenn segjast aldrei hafa séð önnur eins umsvif. Árum saman voru sýndar fréttamyndir af auðri iðnaðarlóðinni á Bakka. En nú er það allt orðið breytt. Þetta er orðið eitt mesta framkvæmdasvæði Íslands. Þar reisir þýska félagið PCC kísilver fyrir 37 milljarða króna. Stálgrind að hráefnisgeymslu er þegar risin og vinna í grunni ofnhússins er komin vel á veg. Aðalverktaki er einnig þýskur, SMS-group.Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Ég held að eina sambærilega verkið sé uppbygging álversins fyrir austan. Þar var skalinn náttúrlega ennþá stærri og samfélagið minna. En við höfum aldrei séð neitt annað eins og þetta er það stærsta sem hefur komið á Norðurlandi, allavega,“ segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Starfsmenn á Bakka eru nú um 200 talsins en þeim á eftir að fjölga eftir því sem umfang framkvæmdanna vex. Snæbjörn segir að á Húsavík nái framkvæmdirnar hámarki í haust þegar starfsmannafjöldinn fari upp í 600 manns.Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi: Við höfum aldrei séð annað eins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbyggingin á Bakka er aðeins einn þátturinn en samhliða er unnið að hafnargerð á Húsavík og gerð jarðganga frá höfninni að Bakka. Á Þeistareykjum er svo verið að reisa jarðvarmavirkjun auk þess sem lögð verður háspennulína á milli. Snæbjörn segir að þegar allt sé tekið saman megi áætla að verið sé að fjárfesta á svæðinu fyrir 80 milljarða króna á þeim tveimur til þremur árum sem framkvæmdirnar taka. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir íbúa jákvæða gagnvart þessum miklu umsvifum. „Hér er auðvitað verið að styrkja innviði til þess að taka við fjölbreyttara atvinnulífi og styrkari stoðum undir atvinnulíf hérna í sveitarfélaginu og á svæðinu í heild. Þannig að heilt yfir þá eru menn auðvitað bara jákvæðir og brosa inn í framtíðina. En umsvifum fylgja auðvitað árekstrar og pústrar, eins og eðlilegt er, en hingað til hafa menn bara náð að leysa það sem upp hefur komið,“ segir sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings: Hér brosa menn inn í framtíðina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Vantar 120 nýjar íbúðir Samkvæmt greiningu fyrirtækisins Alta á húsnæðismálum á Húsavík þarf að bæta við allt að 120 íbúðum í bænum vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC Bakki Silicon og afleiddra starfa. 13. maí 2016 07:00 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 ESA segir samninga við PCC ekki vera ríkisaðstoð Samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilverksmiðju PCC á Bakka fela ekki í sér ríkisaðstoð samkvæmt ESA. 20. maí 2015 11:19 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Vantar 120 nýjar íbúðir Samkvæmt greiningu fyrirtækisins Alta á húsnæðismálum á Húsavík þarf að bæta við allt að 120 íbúðum í bænum vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC Bakki Silicon og afleiddra starfa. 13. maí 2016 07:00
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
ESA segir samninga við PCC ekki vera ríkisaðstoð Samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilverksmiðju PCC á Bakka fela ekki í sér ríkisaðstoð samkvæmt ESA. 20. maí 2015 11:19