Viðskipti innlent

Verðmöt yfir útboðsverði Eikar

ingvar haraldsson skrifar
Frá kynningarfundi Íslandsbanka í morgun á útboði og skráningu Eikar í Kauphöll Íslands.
Frá kynningarfundi Íslandsbanka í morgun á útboði og skráningu Eikar í Kauphöll Íslands.
Þrjú af fjórum verðmötum sem Greiningardeild Íslandsbanka hefur gert á markaðsvirði fasteignafélagsins Eikar eru yfir því verðbili sem minni fjárfestum býðst í fasteignafélagið Eik. Íslandsbanki hélt í morgun fund um útboð Eikar og skráningu í Kauphöll Íslands sem sjá má í spilaranum hér að neðan.

Arion banki mun bjóða út 14,2 prósent alls hlutafjár í Eik 17.-20. apríl. Greiningardeildin vann fjögur verðmöt á hlutafé í bankanum. Miðað við þrjú þeirra var virði Eikar á bilinu 7,5 krónur til 8,1 króna á hlut. Hins vegar nam virði Eikar út frá bókfærðri stöðu eiginfjár að teknu tilliti til skatta 6,6 krónur á hlut.

Í svokölluðum A-hluta útboðsins mun minni fjárfestar geta boðið 100 þúsund krónur á hlut á genginu 6,25 til 6,95 krónur en í B-hlutanum er hægt að bjóða yfir 10 milljónir lámarksgenginu 6,25 krónur á hlut en ekkert hámarksgengi.

Miðað við þessa útreikninga gæti orðið talsverð umframeftirspurn eftir hlutafé í Eik en nær fimmföld umframeftirspurn var eftir hlutafé í Reitum þegar félagið var skráð á markað fyrr í þessum mánuði.

Útboð Eikar from Íslandsbanki on Vimeo.


Tengdar fréttir

Eik verður skráð 29. apríl

Eik fasteignafélag væntir þess að viðskipti geti hafist 29. apríl næstkomandi en áður en að því kemur mun fara fram almennt útboð á hlutabréfum í félaginu dagana 17.-20. apríl þar sem Arion banki hf. býður til sölu 14,0% eignarhlut í félaginu.

Reitir á markað 9. apríl

Almennt hlutafjárútboð í fasteignafélaginu Reitum fer fram dagana 25. – 27 mars. Búist er við því að viðskipti með hlutabréf félagsins geti hafist á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 9. apríl.

Hagnaður Eikar jókst um 110 milljónir

Hagnaður fasteignafélagsins Eikar á síðasta ári nam 1.336 milljónum króna. Það er um 110 milljónum meiri hagnaður en árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×