Svikinn um miða í gær en fékk áritaðan bolta í dag Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júlí 2016 23:45 "Að þeir hafi verið til í að gera okkur þennan greiða var ómetanlegt, brosið sem Mikael Darri gaf okkur öllum að launum var hinsvegar nógu stórt til að bræða hálfan hnöttinn. Á myndinni er lítið annað en geðshræring þegar hann er enn að reyna átta sig á þessu,“ skrifar Óskar. mynd/óskar páll „Ég heyrði bara í Hannesi,“ segir Óskar Páll Elfarsson í samtali við Vísi. Óskar reddaði bolta, árituðum af landsliðsmönnunum okkar, fyrir son félaga síns sem missti af leiknum við Frakka í gær. Vinur Óskars Páls var einn þeirra sem keypti miða af Birni Steinbekk á leikinn. Hann var einnig einn af þeim sem sat eftir með sárt ennið. „Þessi leikur átti að vera yndisleg stund með níu ára stráknum mínum. Því miður breyttist það í martröð, fengum ekki miðana sem okkur var lofað og búnir að borga fyrir,“ skrifar Stefán Svan Stefánsson í Ferðagrúppa fyrir EM2016. Óskar segir að hann hafi fyrst byrjað á því að tala við fólk hjá KSÍ en það gat lítið fyrir hann gert. Hann hafi því prófað að senda skilaboð á markvörðinn Hannes Þór Halldórsson þar sem hann fór yfir stöðuna. „Ég valdi Hannes eiginlega af handahófi. Margir aðrir í liðinu eru með aðdáendasíður á Facebook en Hannes er þar bara sem hann sjálfur,“ segir Óskar. Hannes svaraði kallinu og bauð þeim að líta við í kvöld þar sem landsliðsmennirnir voru að borða á veitingastað ásamt kærustum, unnustum og eiginkonum. Þar árituðu nokkrir úr liðinu bolta fyrir drenginn. „Það er eiginlega ótrúlegt að eftir alla þessa leiki og þetta ferðalag hafi þeir gefið sér tíma í þetta. Ég er viss um að þetta væri ekkert endilega hægt með önnur landslið,“ segir Óskar. „Mér þykir þetta meðal annars sýna það svart á hvítu hvað það eru frábærir strákar í þessu liði.“ Boltinn áritaði verður vel varðveittur af drengnum. „Ég veit ekki hvort það verður mikið sparkað í hann. Hann var allavega að tala um það að það þyrfti að finna eitthvað til að varðveita hann.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. 4. júlí 2016 14:13 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
„Ég heyrði bara í Hannesi,“ segir Óskar Páll Elfarsson í samtali við Vísi. Óskar reddaði bolta, árituðum af landsliðsmönnunum okkar, fyrir son félaga síns sem missti af leiknum við Frakka í gær. Vinur Óskars Páls var einn þeirra sem keypti miða af Birni Steinbekk á leikinn. Hann var einnig einn af þeim sem sat eftir með sárt ennið. „Þessi leikur átti að vera yndisleg stund með níu ára stráknum mínum. Því miður breyttist það í martröð, fengum ekki miðana sem okkur var lofað og búnir að borga fyrir,“ skrifar Stefán Svan Stefánsson í Ferðagrúppa fyrir EM2016. Óskar segir að hann hafi fyrst byrjað á því að tala við fólk hjá KSÍ en það gat lítið fyrir hann gert. Hann hafi því prófað að senda skilaboð á markvörðinn Hannes Þór Halldórsson þar sem hann fór yfir stöðuna. „Ég valdi Hannes eiginlega af handahófi. Margir aðrir í liðinu eru með aðdáendasíður á Facebook en Hannes er þar bara sem hann sjálfur,“ segir Óskar. Hannes svaraði kallinu og bauð þeim að líta við í kvöld þar sem landsliðsmennirnir voru að borða á veitingastað ásamt kærustum, unnustum og eiginkonum. Þar árituðu nokkrir úr liðinu bolta fyrir drenginn. „Það er eiginlega ótrúlegt að eftir alla þessa leiki og þetta ferðalag hafi þeir gefið sér tíma í þetta. Ég er viss um að þetta væri ekkert endilega hægt með önnur landslið,“ segir Óskar. „Mér þykir þetta meðal annars sýna það svart á hvítu hvað það eru frábærir strákar í þessu liði.“ Boltinn áritaði verður vel varðveittur af drengnum. „Ég veit ekki hvort það verður mikið sparkað í hann. Hann var allavega að tala um það að það þyrfti að finna eitthvað til að varðveita hann.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. 4. júlí 2016 14:13 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02
Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31
UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. 4. júlí 2016 14:13
Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38