Erlent

Útgöngubann í Baltimore úr gildi

Bjarki Ármannsson skrifar
Miklar óeirðir brutust út í borginni í kjölfar dauða Freddie Gray þann 19. apríl.
Miklar óeirðir brutust út í borginni í kjölfar dauða Freddie Gray þann 19. apríl. Vísir/AFP
Útgöngubann í borginni Baltimore í Bandaríkjunum, sem sett var á fyrr í vikunni, hefur verið afturkallað. Frá þessu er greint á vef BBC. Miklar óeirðir brutust út í borginni í kjölfar dauða Freddie Gray þann 19. apríl, sem lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir skaða á mænunni eftir átök við lögreglu.

Útgöngubannið fól í sér að íbúum var skylt að halda sig innandyra milli klukkan tíu á kvöldin og til fimm á morgnana. Borgarstjóri Baltimore, Stephanie Rawlings Blake, setti bannið á í kjölfar mikilla óeirða þar sem meðal annars var kveikt í byggingum og brotist inn í verslanir. Mótmæli hafa haldið áfram síðustu daga en þau hafa verið friðsæl að mestu og sagði Blake í dag að hún vildi ekki hafa bannið í gildi lengur en þörf væri á.

Nú á föstudag tilkynnti saksóknari í Baltimore um það að hún teldi dauða Gray manndráp og að sex lögregluþjónar sem komu að handtöku Gray yrðu sóttir til saka.


Tengdar fréttir

Við öllu búin í Baltimore

Þúsundir þjóðvarðliða standa nú vörð um götur borgarinnar og er viðbúnaðurinn gríðarlegur.

Segir Freddie Gray hafa veitt sér áverkana sjálfur

Fátt bendir til þess að Freddie Gray hafi slasast alvarlega er hann var handtekinn í Baltimore í Bandaríkjunum fyrir um tveimur vikum síðar, ef marka má skýrslu lögreglu sem Washington Post birti í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×