Innlent

Tólf vilja stýra Melaskóla

Jakob Bjarnar skrifar
Neyðarástand skapaðist í Melaskóla þegar meirihluti kennara vildi að Dagný Annasdóttir færi frá skólanum. Helgi Grímsson sér nú fram á lausn máls.
Neyðarástand skapaðist í Melaskóla þegar meirihluti kennara vildi að Dagný Annasdóttir færi frá skólanum. Helgi Grímsson sér nú fram á lausn máls.
Nú liggur fyrir að umsækjendur um stöðu skólastjóra við Melaskóla eru tólf. Stefnt er að ráðningu eigi síðar en 6. apríl. Meðal umsækjenda er fyrrverandi aðstoðarskólastjóri við skólann, Helga Jóna Pálmadóttir. Athygli vekur að konur sem sækja um eru helmingi fleiri en karlar, átta á móti fjórum.

Málefni Melaskóla hafa verið til umfjöllunar en Vísir greindi í desember frá neyðarástandi sem myndaðist þar innan veggja; megnið af kennaraliði skólans skrifaði undir áskorun þess efnis að Dagný Annasdóttir þá skólastjóri yrði látin víkja. Dagný fór í launað veikindaleyfi en var ósátt og hafði Vísir heimildir fyrir því að fyrir lægi eineltiskæra af hennar hálfu á hluta kennara. Seinna komust yfirvöld að samkomulagi við skólastjórann um starfslok. Ellert Borgar Þorvaldsson, gamalreyndur skólamaður, hljóp í skarðið á meðan.

Staðan var auglýst laus til umsóknar en nú, í upphafi mánaðar, var frestur framlengdur um tvær vikur. Að sögn Helga Grímssonar, forstöðumanns Skóla- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, vildu yfirvöld fá fram fleiri umsækjendur. Aðeins fimm höfðu þá komið fram.

Samkvæmt heimildum Vísis eru það eftirfarandi sem sækja nú um stöðuna, en í byrjun næstu viku verða tekin viðtöl við umsækjendur:

Ásdís Elva Pétursdóttir

Björgvin Þór Þórhallsson

Elísabet Jónsdóttir

Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir

Helga Jóna Pálmadóttir

Íris Anna Steinarrsdóttir

Kristín Jóhannsdóttir

Lind Völundardóttir

Róbert Grétar Gunnarsson

Sigurður Arnar Sigurðsson

Sigríður Sigurðardóttir

Sveinn Bjarki Tómasson


Tengdar fréttir

Kennarauppreisn í Melaskóla

30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×