Þykir varla styrkja stöðu formannsins 9. febrúar 2013 09:00 Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Könnun sýnir mikinn stuðning við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formannsembætti Sjálfstæðisflokkins. Hún stefnir þó á varaformannsembættið. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Bjarna Benediktssonar varla hafa styrkst við þessa könnun. Hver er staða Bjarna Benediktssonar fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins? Flest bendir til þess að Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir muni standa í fylkingarbrjósti Sjálfstæðisflokksins í komandi alþingiskosningum, en Hanna Birna tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram til embættis varaformanns flokksins á landsfundinum sem verður haldinn í lok mánaðarins. Tilkynning Hönnu Birnu kom sama dag og fjölmiðlar greindu frá skoðanakönnun sem sýndi að rúm 80 prósent svarenda telja Hönnu Birnu sterkari formann fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en tæp tíu prósent nefndu Bjarna. Capacent Gallup gerði könnunina fyrir félagsskap að nafni Samtök áhugafólks um stjórnmál, en ekki er vitað hverjir standa að honum. Sérstaka athygli vekur að þrír af hverjum fjórum svarendum sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eru á því að Hanna Birna yrði sterkari formaður fyrir flokkinn en sautján prósent þeirra töldu Bjarna verða sterkari formann. Bjarni og Hanna Birna buðu sig bæði fram til formanns á landsfundi flokksins haustið 2011, og hlaut Bjarni þar um 55 prósent atkvæða. Eftir sterka útkomu í prófkjöri flokksins í haust, þar sem hún hlaut örugga kosningu í leiðtogasæti í Reykjavík fyrir þingkosningarnar, tók Hanna Birna nokkuð afdráttarlaust fyrir að hún myndi bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi. Staða Bjarna þykir þó hafa veikst eftir niðurstöðu Icesave-málsins, sökum stuðnings hans við Buchheit-samninginn í þinginu, en ólíklegt má þó telja úr þessu að hann fái mótframboð sem ógni stöðu hans. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að könnunin sé varla til þess að styrkja stöðu Bjarna í formannsstóli. „Eðlilegast er að lesa þessa könnun sem tilraun einhvers hóps til að stefna Hönnu Birnu í formannsframboð. Könnuninni er beint gegn Bjarna að einhverju leyti og styrkir allavega ekki hans stöðu. Þarna hljóta að vera að verki einhverjir sem vilja sjá formannsskipti, en Hanna Birna hefur nú, með framboði til varaformanns, stöðvað þá atburðarás og umræðu sem hefði annars getað farið af stað.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Könnun sýnir mikinn stuðning við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formannsembætti Sjálfstæðisflokkins. Hún stefnir þó á varaformannsembættið. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Bjarna Benediktssonar varla hafa styrkst við þessa könnun. Hver er staða Bjarna Benediktssonar fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins? Flest bendir til þess að Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir muni standa í fylkingarbrjósti Sjálfstæðisflokksins í komandi alþingiskosningum, en Hanna Birna tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram til embættis varaformanns flokksins á landsfundinum sem verður haldinn í lok mánaðarins. Tilkynning Hönnu Birnu kom sama dag og fjölmiðlar greindu frá skoðanakönnun sem sýndi að rúm 80 prósent svarenda telja Hönnu Birnu sterkari formann fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en tæp tíu prósent nefndu Bjarna. Capacent Gallup gerði könnunina fyrir félagsskap að nafni Samtök áhugafólks um stjórnmál, en ekki er vitað hverjir standa að honum. Sérstaka athygli vekur að þrír af hverjum fjórum svarendum sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eru á því að Hanna Birna yrði sterkari formaður fyrir flokkinn en sautján prósent þeirra töldu Bjarna verða sterkari formann. Bjarni og Hanna Birna buðu sig bæði fram til formanns á landsfundi flokksins haustið 2011, og hlaut Bjarni þar um 55 prósent atkvæða. Eftir sterka útkomu í prófkjöri flokksins í haust, þar sem hún hlaut örugga kosningu í leiðtogasæti í Reykjavík fyrir þingkosningarnar, tók Hanna Birna nokkuð afdráttarlaust fyrir að hún myndi bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi. Staða Bjarna þykir þó hafa veikst eftir niðurstöðu Icesave-málsins, sökum stuðnings hans við Buchheit-samninginn í þinginu, en ólíklegt má þó telja úr þessu að hann fái mótframboð sem ógni stöðu hans. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að könnunin sé varla til þess að styrkja stöðu Bjarna í formannsstóli. „Eðlilegast er að lesa þessa könnun sem tilraun einhvers hóps til að stefna Hönnu Birnu í formannsframboð. Könnuninni er beint gegn Bjarna að einhverju leyti og styrkir allavega ekki hans stöðu. Þarna hljóta að vera að verki einhverjir sem vilja sjá formannsskipti, en Hanna Birna hefur nú, með framboði til varaformanns, stöðvað þá atburðarás og umræðu sem hefði annars getað farið af stað.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir