Innlent

Þrír úr hópi Ingólfs fórust

Stefán Árni Pálsson skrifar
Staðfest er að 2.500 hafi látist og er óttast að sú tala komi til með að hækka þegar líður á vikuna.
Staðfest er að 2.500 hafi látist og er óttast að sú tala komi til með að hækka þegar líður á vikuna.
Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest.

Aðstæður í grunnbúðum Everest-fjalls eru afskaplega erfiðar í kjölfar skjálftans mikla sem varð í Nepal á laugardag.

Staðfest er að 2.500 hafi látist og er óttast að sú tala komi til með að hækka þegar líður á vikuna. Skjálftinn orsakaði snjóflóð í hlíðum Everest.

Ingólfur segir einnig að þrír aðilar innan hans hóps hafi farist í snjóflóðinu. Vilborg Arna Gissurardóttir er einnig komin í grunnbúðir Everest.

Skjáskot af Facebook-síðu Ingólfs.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×