Viðskipti innlent

Tækifæri til stöðugleika runnið úr greipum?

ingvar haraldsson skrifar
Íslandsbanki spyr hvort stöðugleiki í hagkerfinu sé úti.
Íslandsbanki spyr hvort stöðugleiki í hagkerfinu sé úti. vísir/vilhelm
Greiningadeild Íslandsbanka telur að verðbólga muni fara yfir 2,5 prósent markamið Seðlabanka Íslands á síðari hluta ársins. Hagstofa Íslands tilkynnti í morgun verðbólgu á síðustu 12 mánuðum væri 1,6 prósent sem er tvöföld hækkun á 12 mánaða verðbólgu frá því í febrúar þegar hún var 0,8 prósent.  

„Virðist sem dýrmætt tækifæri til að koma á stöðugleika í samspili verðlags og launa hafi runnið úr greipum eftir því sem leið á síðasta ár, ekki síst vegna kjarasamninga stórra hópa opinberra starfsmanna sem hleyptu illu blóði í launþega á almennum markaði,“ segir í greiningu bankans.

Bankinn spáir því að verðbólgan verði undir 4 prósenta efri vikmörkum Seðlabankans á síðari hluta ársins.

Leiðréttingin líklegasti verðbólguvaldurinn

Reiknuð húsaleiga vó þyngst í hækkun vísitölu neysluverðs í mars og hækkaði um 1,6 prósent milli mánaða. Nemur hækkunin 4,2 prósent undanfarna þrjá mánuði, sem er nærri jafn mikil hækkun og var samanlagt níu mánuðina þar á undan. Húsnæðisliðurinn skýrir stærstan hluta verðbólgunnar undanfarna 12 mánuði, enda mælist 0,1 prósent verðhjöðnun á því tímabili ef miðað er við vísitölu neysluverðs án húsnæðis segir í greiningu Íslandsbanka.

Þá segir í greiningunni að nærtækt virðist vera að tengja hækkun fasteignaverðs við „leiðréttinguna“ svokölluðu, enda komu áhrif hennar á greiðslubyrði og veðrými lántakenda að langmestu leyti fram á þessu tímabili.


Tengdar fréttir

Kaupmáttur launa aldrei hærri

Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust.

Verkalýðshreyfingin fær liðsstyrk í Sigmundi Davíð

Forsætisráðherra er hlynntur kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að forðast óábyrgar launahækkanir níunda áratugarins því þær brenni inni í verðbólgu.

Ríkið bregðist við ef ekki er slegið á ólgu

Í tölum um þróun kaupmáttar einstakra hópa er ekki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði, segir Gylfi Zoëga hagfræðingur í nýrri grein. Takist ekki að lægja öldurnar sé mikilvægt að ríkisstjórnin láti til sín taka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×