Kosningar 2009

Fréttamynd

Höfðu forgöngu eða vitneskju um milljónastyrki

Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár.

Innlent
Fréttamynd

Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, hefur lokað framboðslistum allra sex kjördæma landsins og mun því bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag. Þar segir að listarnir séu settir fram að því gefnu að ekki verði mögulegt að bjóða fram óraðaða lista eins og Borgarahreyfingin hefur stefnt að. Það velti hinsvegar á ríkisstjórninni hvort það verði mögulegt.

Innlent
Fréttamynd

Brauðmolum kastað til lýðsins

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda og fjármálafyrirtækja að sniðganga með öllu sanngjarnar og hóflegar tillögur samtakanna um leiðréttingu gengis- og verðtryggðra fasteignalána. Að sama skapi mótmæla samtökin þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem liggja til grundvallar samkomulagi stjórnvalda og fjármálafyrirtækja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

Innlent
Fréttamynd

Sprengingar við Valhöll

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um flugelda rétt fyrir tvö leytið í nótt. Sá sem hafði samband við lögreglu sagði sprengignarnar koma frá Háaleitsbraut en þegar lögregla kom á svæðið var ekkert að sjá.

Innlent
Fréttamynd

Risastyrkirnir eru óverjandi

Ég vissi ekki af styrkjunum tveimur til Sjálfstæðisflokksins, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins um háa styrki frá FL Group og Landsbankanum. Hún segir málið óverjandi og hrein og klár mistök af hálfu flokksins að taka á móti styrkjunum. Flokkurinn hafi ekkert að fela en málið allt gefi tilefni til að skipulag innan flokksins verði endurskoðað.

Innlent
Fréttamynd

Bankarnir þrír styrktu Framsóknarflokkinn

Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing styrktu Framsóknarflokkinn um samtals 8,5 milljón króna á árinu 2006.Fjárstyrkur Kaupþings var 4 milljónir. Hæsti styrkurinn kom hins vegar frá verktakafyrirtækinu Eykt sem styrkti flokkinn um 5 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Heiðarleiki er aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins

Einar K. Guðfinsson, þingmaður og fyrrum ráðherra, segir að það hafi verið augljós mistök að veita styrkjum frá Landsbankanum og FL group viðtöku. Hann segir að fyrir atbeina forystu flokksins hefur verið varpað skýru ljósi á málið. Heiðarleiki sé aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Kjartan sagði ósatt ef marka má orð Bjarna

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði ósatt um vitneskju sína um risastyrkina tvo ef marka má orð formanns flokksins, sem telur að báðir framkvæmdastjórar flokksins hafi vitað af styrkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Skapa verður traust á milli almennings og stjórnmálamanna

„Við stöndum frammi fyrir því að skapa verður traust að nýju á milli stjórnmálamanna og almennings. Það varð trúnaðarbrestur í vetur og þessi nýjasta uppákoma hjá Sjálfstæðisflokknum var ekki til að bæta úr því,“ segir Katrín Júlíusdóttir þingmanns Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sigurjón tók einn ákvörðun um risastyrkinn til Sjálfstæðisflokksins

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, tók ákvörðunina um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 25 milljónir einn og óstuddur. Hinn bankastjóri bankans og bankaráðið komu hvergi nærri ákvörðuninni. Þessi styrkur var meðhöndlaður á allt annan hátt en 5 milljóna króna styrkurinn sem var veittur fyrr á árinu 2007.

Innlent
Fréttamynd

„Ég held ekki nei“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvölfréttum Stöðvar 2 að hann teldi að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi haft vitneskju um styrkina eftir að styrkirnir komu í hús eins og Bjarni orðaði það.

Innlent
Fréttamynd

Telur að Kjartan hafi vitað af risastyrkjum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi vitað af risastyrkjum sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2006 skömmu áður en lög um hámarksframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Þá styrktu FL Group flokkinn um 30 milljónir króna og Landsbankinn fyrst um 5 milljónir og síðar á árinu 25 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Steini í Kók sá um FL-styrkinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Þorsteinn Jónsson, oft kenndur við Kók, og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður verðbréfadeildar Landsbankans segjast hafa staðið fyrir söfnun hárra styrkja frá FL Group og Landsbankanum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafi þeir gert eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hafði samband við þá og upplýsti að fjárhagsstaða flokksins væri mjög bágborin. Guðlaugur hafi ekki haft frekari afskipti af málinu, segja þeir félagar í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisfræðingar gagnrýna auglýsingu sjálfstæðismanna

Félag umhverfisfræðinga gagnrýnir nýlega auglýsingu þingmanna Sjálfstæðisflokksins um frumvarp til breytinga á stjórnarskrá. Félagið harmar að Sjálfstæðisflokkurinn skuli slíta úr samhengi umsögn félagsins og frábiður sér að faglegar umsagnir um þingmál séu misnotaðar í pólitískum tilgangi.

Innlent
Fréttamynd

Þing verður rofið um miðja næsta viku

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, telur að Alþingi verði rofið um miðja næstu viku vegna komandi þingkosninga. Hann segir að semja verði um frumvörp sem ágreiningur er um.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í hörmulegan kosningaósigur Sjálfstæðisflokksins

Hremmingar Sjálfstæðisflokksins nú eru þær alvarlegastu sem hann hefur lent í í rúm 20 ár og jafnvel frá upphafi. Þetta sagði Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Gunnar Helgi sagði jafnframt að það stefni í hörmulegan kosningaósigur hjá Sjálfstæðisflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn mun birta yfirlit yfir styrki

Framsóknarflokkurinn mun væntanlega birta yfirlit yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006 á allra næstu dögum, en verið er að leita samþykkis þeirra fyrirtækja sem veittu styrkina fyrir birtingu upplýsinganna.

Innlent
Fréttamynd

Kjartan vissi um styrkina

Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Rannsakar styrki til flokka

Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Annar bankastjórinn tók ákvörðun um styrkveitingu

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir.

Innlent