Innlent

Ástþór býður munaðarleysingjum í Sjálfstæðisflokknum um borð

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon.
Lýðræðishreyfingin xP, sem Ástþór Magnússon er forsvari fyrir, hefur safnað tilskyldum fjölda meðmælenda og frambjóðenda í öllum kjördæmum landsins og verða framboðslistar lagðir fram á þriðjudag.

Ástþór segir vilja vera fyrir því í Lýðræðishreyfingunni að hliðra til á einstökum framboðslistum til að opna sæti og möguleika fyrir sjálfstæðismenn sem vilja snúa við blaðinu og taka þátt í að byggja upp nýtt Ísland með heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum.

„Þeim sjálfstæðismönnum sem ofbýður spillingin innan gömlu flokkanna og vilja byggja upp nýtt og betra stjórnmálaafl er bent á að hafa samband við Lýðræðishreyfinguna í síma 4500-500," segir í tilkynningu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×