Innlent

Umhverfisfræðingar gagnrýna auglýsingu sjálfstæðismanna

Félag umhverfisfræðinga gagnrýnir nýlega auglýsingu þingmanna Sjálfstæðisflokksins um frumvarp til breytinga á stjórnarskrá. Félagið harmar að Sjálfstæðisflokkurinn skuli slíta úr samhengi umsögn félagsins og frábiður sér að faglegar umsagnir um þingmál séu misnotaðar í pólitískum tilgangi.

Á miðvikudaginn birtist heilsíðuauglýsing þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu þar sem vitnað er í nokkrar umsagnir fræðimanna og sérfræðinga og talað um harða gagnrýni þeirra á frumvarp til breytinga á stjórnarskrá.

Félag umhverfisfræðinga telur að auglýsing þingmanna Sjálfstæðisflokks sé til þess gerð að valda misskilningi varðandi um hvað umsögn félagsins raunverulega fjallaði.

„Félag umhverfisfræðinga tók einungis 1. gr. frumvarpsins til umfjöllunar sem fjallaði um náttúruauðlindir í þjóðareign. Í umsögn sinni var félagið fylgjandi því að þessari grein yrði bætt inn í stjórnarskrá og því er erfitt að túlka umsögn félagsins sem harða gagnrýni á frumvarpið eins og segir í auglýsingu Sjálfstæðismanna," segir í tilkynningu frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni formanni Félags umhverfisfræðinga á Íslandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×