Innlent

Frjálslyndi flokkurinn fékk fimm milljónir árið 2006

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðjón Arnar Kristjánsson segir að hæsti styrkurinn sem Frjálslyndi flokkurinn fékk frá einum lögaðila árið 2006 hafi verið ein milljón króna. Mynd/ GVA.
Guðjón Arnar Kristjánsson segir að hæsti styrkurinn sem Frjálslyndi flokkurinn fékk frá einum lögaðila árið 2006 hafi verið ein milljón króna. Mynd/ GVA.
Samvinnutryggingar styrktu Frjálslynda flokkinn um eina milljón króna árið 2006. Þetta upplýsti Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, fréttastofu um nú undir kvöld. Þetta er að hans sögn laghæsti styrkurinn sem flokkurinn fékk það árið, en með því fylgdi bréf um að fyrirtækið styrkti alla flokka jafn mikið.

Styrkurinn frá Samvinnutryggingum var jafnframt hæsti styrkurinn sem Vinstri hreyfingin grænt framboð fékk það árið. Guðjón Arnar Kristjánsson segir að heildarstyrkir lögaðila til Frjálslynda flokksins hafi verið rétt undir fimm milljónum á árinu 2006.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×