Innlent

Fráleitt að draga Kjartan Gunnarsson inn í málið

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins segir fráleitt að draga nafn Kjartans Gunnarsson inni í umræðu um umdeilda styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í lok árs 2006.

Málið hafi verið á forræði Andra Óttarssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra flokksins og Geirs Haarde fyrrverandi formanns sem jafnframt tók ákvörðun um að veita styrknum viðtöku Bjarni hefur áður sagt að hann telji að Kjartan hafi vitað af styrkjunum en það er þvert á það sem Kjartan sjálfur hefur sagt.

Í athugasemd sem Bjarni gerði við frétt sjónvarpsins í gær segir að Kjartan Gunnarsson sé fullfær um að svara því sjálfur hvort hann hafi vitað af styrkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×