EM 2016 karla í handbolta

Fréttamynd

Lærisveinar Patreks lögðu Portúgal

Austurríska landsliðið vann fjögurra marka sigur á Portúgal í æfingarleik í dag en lærisveinar Patreks undirbúa sig þessa dagana fyrir leiki sem eru framundan í undankeppni HM.

Handbolti
Fréttamynd

Enn þynnist hópurinn hjá Frökkum

"Það virðist hvíla einhver bölvun yfir vinstri skyttunum okkar,“ sagði Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakklands, eftir að enn ein vinstri skyttan heltist úr lestinni hjá Frökkum fyrir EM.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur missir enn einn leikmanninn í meiðsli

Staðfest var í dag að Patrick Grötzki myndi missa af EM í handbolta í Póllandi eftir að hafa brotið bein í fæti í leik Löwen og Kiel á dögunum en hann er þriðji leikmaður þýska liðsins sem neyðist til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

Varaði þá við Íslandi

Arnór Þór Gunnarsson fylgdist vitanlega vel með þegar dregið var í riðla fyrir EM í fótbolta enda Aron Einar, bróðir hans, fyrirliði landsliðsins. Ísland lenti þá í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Óttaðist í smástund um EM

Arnór Þór Gunnarsson meiddist nýverið á öxl og gæti verið frá keppni fram yfir áramót. Hann vonast þó til að snúa fyrr til baka en það og stefnir óhikað að því að vera í landsliðshópnum sem fer á EM í Póllandi.

Handbolti