Handbolti

Dagur mjög bjartsýnn þrátt fyrir meiðsli lykilmanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. vísir/getty
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, verður án sterkra leikmanna á EM í næsta mánuði en hann er þrátt fyrir það hvergi banginn.

Uwe Gensheimer, Patrick Grötzki og Patrick Wiencek eru allir meiddir og Paul Drux verður líklega ekki heldur með á EM.

„Þýskaland er sú þjóð sem getur leyst þessi vandræði best. Við förum á EM með fullt af góðum leikmönnum og ég einblíni á þá leikmenn sem eru til staðar. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Dagur afar jákvæður.

Þýskaland mun spila tvo vináttulandsleiki gegn Íslandi þan 9. og 10. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×