Handbolti

Serbar án lykilmanns á EM

Vísir/Getty

Nemanja Ilic, vinstri skytta serbneska landsliðsins, missir af EM vegna meiðsla sem hann hlaut í vináttulandsleik gegn Rúmeníu á dögunum.

Ilic, sem leikur með Toulouse og er næstmarkahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar, fingurbrotnaði í leiknum og þarf að fara í aðgerð.

Ljós er að Serbía verður án margra lykilmanna á mótinu en Marko Vujin, leikmaður Kiel, hlaut ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans Dejan Peric, auk þess sem stórskyttan Momir Ilic er meiddur.

Serbar náðu frábærum árangri þegar liðið vann silfurverðlaun á EM 2012 á heimavelli en þeim hefur gengið illa að fylgja eftir þeim árangri og komust svo ekki á HM sem fór fram í Katar í fyrra.

Ísland er að berjast fyrir því að komast í undankeppni Ólympíuleikanna í Ríó. Tvö sæti eru eftir fyrir Evrópuþjóðir og er Serbía meðal þeirra þjóða sem Ísland er að berjast við um annað þeirra.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira