Handbolti

Leiktímar strákanna á EM í Póllandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Pálmarsson mætir á sitt sjötta stórmót.
Aron Pálmarsson mætir á sitt sjötta stórmót. vísir/ernir
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta hefja leik á EM 2016 í Póllandi föstudaginn 15. janúar klukkan 17.15 þegar þeir mæta Norðmönnum.

Tveimur dögum síðar, sunnudaginn 17. janúar, mæta strákarnir svo Hvít-Rússum klukkan 15.00 og síðasti leikurinn í riðlakeppninni verður gegn stórliði Króatíu 19. janúar klukkan 19.30.

Eins og alltaf komast þrjú efstu liðin í hverjum riðli áfram í milli riðla en riðill Íslands verður spilaður í borginni Katowice.

Íslenska liðið stóð sig vel á síðasta Evrópumóti í Danmörku og náði þar fimmta sæti en í Póllandi er liðið að spila upp á þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó.

Komist Ísland upp úr riðlinum eins og stefn er að hittir það fyrir þrjú af þessum liðum í milliriðli 1; Frakkland, Pólland, Makedóníu eða Serbíu.

Leiktímar Íslands á EM 2016:

15. jan Ísland - Noregur, 17.15

17. jan Ísland - Hvíta-Rússland, 15.00

19. jan Ísland - Króatía, 19.30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×