Enski boltinn

Sturridge meiddist einu sinni enn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge og Raheem Sterling.
Daniel Sturridge og Raheem Sterling. Vísir/Getty
Daniel Sturridge, enski landsliðsframherjinn hjá  Liverpool, meiddist enn á ný á æfingu í dag og þarf að fara í myndatöku á morgun.

Sturridge meiddist aftan í læri alveg eins og með enska landsliðinu í september en í millitíðinni hafði hann meiðst á kálfa. Hann var aðeins nýbyrjaður að æfa eftir síðustu meiðsli sín.

Sturridge skoraði 25 mörk fyrir Liverpool-liðið á síðustu leiktíð en hefur aðeins spilað þrjá leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

Liverpool hefur saknað Sturridge mikið í vetur enda hefur liðið aðeins náð að vinna 4 af 14 leikjum án hans.

Liverpool er nú í 11. sæti og þessar fréttir auka ekki líkurnar á því að liðið komist sér upp í baráttuna um Meistaradeildarsæti á næstunni.


Tengdar fréttir

Rodgers: Liverpool saknar Sturridge

Daniel Sturridge hefur ekki spilað með Liverpool-liðinu síðan 31. ágúst og ennfremur ekki skorað fyrir Liverpool síðan í fyrstu umferð tímabilsins. Knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers viðurkennir fúslega að liðið sakni síns aðalframherja.

Sturridge frá vegna kálfameiðsla

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, verður frá í tvær til fjórar vikur eftir að hafa meiðst á kálfa á æfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×