Stærsta fjós landsins á lengd við fótboltavöll Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2015 21:45 Stærsta fjós Íslands rís nú á Mýrum við Hornafjörð. Fjósbyggingin verður álíka löng og fótboltavöllur að löggiltri keppnisstærð og kýrnar munu mjólka samtals yfir fimmþúsund lítra á dag. Þeir sem aka hringveginn vestan Hornafjarðar þessa dagana reka eflaust margir upp stór augu að sjá ferlíkið rétt við þjóðveginn. Smíðin hófst í apríl í vor og þarna starfa nú um þrjátíu manns við framkvæmdirnar. Límtrésbyggingin, sem kemur frá Flúðum, verður hálfur hektari að stærð, eða 4.700 fermetrar að grunnfleti, 106 metra löng og 39 metra breið, og lofthæðin þrettán metrar.Fjósið verður 106 metra langt og lofthæðin 13 metrar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Inni verður rými fyrir 300 kýr, þar af 240 mjólkandi. Gert er ráð fyrir fjórum mjaltaþjónum, sem hver annar um sextíu kúm. Byggingarstjórinn, Hornfirðingurinn Birkir Birgisson, kveðst í samtali við Stöð 2 telja víst að þetta verði stærsta fjós landsins. Spurður hvernig fólki lítist á að fá svona risabyggingu í sveitina svarar Birkir: „Bara vel, held ég.“ Aðstæður gerast vart betri á landinu til kúabúskapar; á jörðinni Flatey á Mýrum er flæmi af rennisléttum túnum en forðum var þarna graskögglaverksmiðja, sem fyrirtækið Lífsval breytti í kúabú. Eftir að það félag fór í þrot eftir hrun keypti útgerðarfélagið Skinney-Þinganes eignina af Landsbankanum. Í stað þess að leggja árar í bát var stefnt á að tvöfalda mjólkurframleiðsluna frá því sem nú er, fara úr einni milljón lítra og stefna á tvær milljónir lítra á ári. Að sögn Birkis er stefnt að því að nýja fjósið verði tilbúið fyrir jól. Tengdar fréttir 150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag. 15. janúar 2010 18:45 Útgerðarfélag í kúabúskap Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar. 25. október 2013 13:17 Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20. október 2011 06:00 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Stærsta fjós Íslands rís nú á Mýrum við Hornafjörð. Fjósbyggingin verður álíka löng og fótboltavöllur að löggiltri keppnisstærð og kýrnar munu mjólka samtals yfir fimmþúsund lítra á dag. Þeir sem aka hringveginn vestan Hornafjarðar þessa dagana reka eflaust margir upp stór augu að sjá ferlíkið rétt við þjóðveginn. Smíðin hófst í apríl í vor og þarna starfa nú um þrjátíu manns við framkvæmdirnar. Límtrésbyggingin, sem kemur frá Flúðum, verður hálfur hektari að stærð, eða 4.700 fermetrar að grunnfleti, 106 metra löng og 39 metra breið, og lofthæðin þrettán metrar.Fjósið verður 106 metra langt og lofthæðin 13 metrar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Inni verður rými fyrir 300 kýr, þar af 240 mjólkandi. Gert er ráð fyrir fjórum mjaltaþjónum, sem hver annar um sextíu kúm. Byggingarstjórinn, Hornfirðingurinn Birkir Birgisson, kveðst í samtali við Stöð 2 telja víst að þetta verði stærsta fjós landsins. Spurður hvernig fólki lítist á að fá svona risabyggingu í sveitina svarar Birkir: „Bara vel, held ég.“ Aðstæður gerast vart betri á landinu til kúabúskapar; á jörðinni Flatey á Mýrum er flæmi af rennisléttum túnum en forðum var þarna graskögglaverksmiðja, sem fyrirtækið Lífsval breytti í kúabú. Eftir að það félag fór í þrot eftir hrun keypti útgerðarfélagið Skinney-Þinganes eignina af Landsbankanum. Í stað þess að leggja árar í bát var stefnt á að tvöfalda mjólkurframleiðsluna frá því sem nú er, fara úr einni milljón lítra og stefna á tvær milljónir lítra á ári. Að sögn Birkis er stefnt að því að nýja fjósið verði tilbúið fyrir jól.
Tengdar fréttir 150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag. 15. janúar 2010 18:45 Útgerðarfélag í kúabúskap Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar. 25. október 2013 13:17 Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20. október 2011 06:00 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag. 15. janúar 2010 18:45
Útgerðarfélag í kúabúskap Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar. 25. október 2013 13:17
Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20. október 2011 06:00