Erlent

Skólum lokað vegna Ebólu

Samúel Karl Ólason skrifar
Öllum skólum hefur verið lokað í Líberíu til að sporna gegn dreifingu Ebólaveirunnar sem herjar nú á íbúa landsins. Þá hafa þorp verið sett í sóttkví samkvæmt forseta landsins, Ellen Johnson Sirleaf.

Flestir opinberir starfsmenn landsins hafa verið sendir í 30 daga leyfi og herinn hefur verið kallaður út til að halda uppi lögum og reglu.

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa 672 dáið vegna veirunnar í Vestur-Afríku.

Fréttaritari BBC segir að heilbrigðiskerfi Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, hafi ekki undan vegna fjölda smitaðra. Starfsmenn hafa brugðið á það ráð að meðhöndla smitaða á heimilum sínum.

Hjálparstarfssamtökin Peace Corps, hefur ákveðið að flytja 340 sjálfboðaliða frá Líberíu, Sierra Leone og Gíneu vegna smithættunnar.

BBC segir að 90 prósent þeirra sem smitist af Ebólu láti lífið, en þó séu meiri líkur á því að lifa veiruna af ef meðhöndlun byrjar snemma.

Um er að ræða versta Ebólufaraldur sögunnar, en hann uppgötvaðist í Gíneu í febrúar.


Tengdar fréttir

Bretar óttast ebólufaraldur

Ebólaveira er alvarleg ógn við Bretland að sögn Philip Hammond, utanríkisráðherra landsins.

Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir

Yfirvöld í Nígeríu hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi eftir að karlmaður frá Líberíu lést úr ebólu þar í landi í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×