Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2016 07:00 Upplýsingagjöf um tilkynnt kynferðisafbrot eftir lögregluumdæmum Öll lögregluumdæmin fyrir utan tvö hafa þær verklagsreglur að upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota sem tilkynnt hafa verið til lögreglu ef óskað er eftir því. Einungis á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum er upplýsingunum haldið frá fjölmiðlum þar til lögregla metur tímabært að gefa þær upp. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki upplýsa fjölmiðla jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð. Upplýst verði um brotin þegar lögreglan telur það tímabært. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri sagði þetta gert til að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð brotaþola þessa helgi, og gildi þá einu hver vilji fjölmiðla sé.Sé ekki almannahætta Í samtali við fréttastofu sagði Páley að tilkynnt væri um fjölda fíkniefnamála og líkamsárása á almannafæri enda væri um almannahættu að ræða. Það ætti yfirleitt ekki við um kynferðisafbrot. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin,“ sagði Páley í fréttum Stöðvar 2 í gær. Einnig sagði Páley viðtekna venju hjá lögreglunni og viðbragðsaðilum kynferðisbrotamála að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota.Sjá einnig: Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvoEkki verður gefinn upp fjöldi tilkynntra kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Lögreglan mun upplýsa um fjöldann þegar einhver tími er liðinn frá Þjóðhátíð. vísir/VilhelmÍ gær kom aftur á móti fram í blaðinu að neyðarmóttakan á Landspítalanum hefði þá reglu að svara alltaf fyrirspurnum fjölmiðla. Fréttastofa hafði einnig samband við lögregluumdæmin í kjölfar ummælanna og þá kom í ljós að einungis lögregluumdæmið á Suðurlandi tekur í sama streng og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsóknarhagsmuni ráða því hvort fjölmiðlar séu upplýstir um kynferðisbrot í umdæminu og ef svo beri undir segi lögreglan ekki rétt frá. „Í flestum tilfellum eru ekki veittar upplýsingar um slík brot fyrr en ákærur hafa verið gefnar út. Ef fréttamenn spyrja hvort kynferðisbrot hafi verið framin og lögreglan telur það stangast á við rannsóknarhagsmuni, svarar hún neitandi,“ segir hann.Sjá einnig: Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrotSvara fyrirspurnum um alla glæpi Lögregluþjónar og lögreglustjórar í öðrum lögregluumdæmum, utan Suðurlands og Vestmannaeyja, sem fréttastofa ræddi við voru aftur á móti sammála um að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Verklagsreglurnar eru almennt þær að tilkynna ekki sérstaklega um kynferðisbrot en sé leitað eftir upplýsingum er fjöldi tilfella gefinn upp án þess þó að upplýsa um rannsóknarhagsmuni. Þannig séu tilkynningar um kynferðisbrotamál meðhöndlaðar á sama hátt og aðrar tilkynningar um brot eða glæpi. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir fyrirspurnum fjölmiðla svarað allt árið um kring óháð því hvort það sé í kringum útihátíðir. „Upplýst er um kynferðisbrot líkt og aðra glæpi sem eiga sér stað í umdæminu,“ segir hann. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, lögreglufulltrúi rannsóknardeildar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir fjölmiðlum veittar upplýsingar um öll mál sem koma upp óski þeir eftir því. „Þannig er það allt árið um kring en í umdæminu eru haldnar margar útihátíðir, svo sem Mærudagar, Bíladagar, Fiskidagurinn mikli og Ein með öllu um verslunarmannahelgina,“ segir hann. Þess má geta að á áttunda tug úti- og bæjarhátíða eru haldnar um allt land, frá apríl til nóvember ár hvert. Hátíðirnar dreifast á öll lögregluumdæmin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrot Nær öll lögregluumdæmi landsins upplýsa fjölmiðla um kynferðisafbrotamál, óski þeir eftir því. Það verklag er haft á allan ársins hring. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum eru einu undantekningarnar. 19. júlí 2016 19:14 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Öll lögregluumdæmin fyrir utan tvö hafa þær verklagsreglur að upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota sem tilkynnt hafa verið til lögreglu ef óskað er eftir því. Einungis á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum er upplýsingunum haldið frá fjölmiðlum þar til lögregla metur tímabært að gefa þær upp. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki upplýsa fjölmiðla jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð. Upplýst verði um brotin þegar lögreglan telur það tímabært. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri sagði þetta gert til að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð brotaþola þessa helgi, og gildi þá einu hver vilji fjölmiðla sé.Sé ekki almannahætta Í samtali við fréttastofu sagði Páley að tilkynnt væri um fjölda fíkniefnamála og líkamsárása á almannafæri enda væri um almannahættu að ræða. Það ætti yfirleitt ekki við um kynferðisafbrot. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin,“ sagði Páley í fréttum Stöðvar 2 í gær. Einnig sagði Páley viðtekna venju hjá lögreglunni og viðbragðsaðilum kynferðisbrotamála að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota.Sjá einnig: Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvoEkki verður gefinn upp fjöldi tilkynntra kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Lögreglan mun upplýsa um fjöldann þegar einhver tími er liðinn frá Þjóðhátíð. vísir/VilhelmÍ gær kom aftur á móti fram í blaðinu að neyðarmóttakan á Landspítalanum hefði þá reglu að svara alltaf fyrirspurnum fjölmiðla. Fréttastofa hafði einnig samband við lögregluumdæmin í kjölfar ummælanna og þá kom í ljós að einungis lögregluumdæmið á Suðurlandi tekur í sama streng og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsóknarhagsmuni ráða því hvort fjölmiðlar séu upplýstir um kynferðisbrot í umdæminu og ef svo beri undir segi lögreglan ekki rétt frá. „Í flestum tilfellum eru ekki veittar upplýsingar um slík brot fyrr en ákærur hafa verið gefnar út. Ef fréttamenn spyrja hvort kynferðisbrot hafi verið framin og lögreglan telur það stangast á við rannsóknarhagsmuni, svarar hún neitandi,“ segir hann.Sjá einnig: Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrotSvara fyrirspurnum um alla glæpi Lögregluþjónar og lögreglustjórar í öðrum lögregluumdæmum, utan Suðurlands og Vestmannaeyja, sem fréttastofa ræddi við voru aftur á móti sammála um að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Verklagsreglurnar eru almennt þær að tilkynna ekki sérstaklega um kynferðisbrot en sé leitað eftir upplýsingum er fjöldi tilfella gefinn upp án þess þó að upplýsa um rannsóknarhagsmuni. Þannig séu tilkynningar um kynferðisbrotamál meðhöndlaðar á sama hátt og aðrar tilkynningar um brot eða glæpi. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir fyrirspurnum fjölmiðla svarað allt árið um kring óháð því hvort það sé í kringum útihátíðir. „Upplýst er um kynferðisbrot líkt og aðra glæpi sem eiga sér stað í umdæminu,“ segir hann. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, lögreglufulltrúi rannsóknardeildar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir fjölmiðlum veittar upplýsingar um öll mál sem koma upp óski þeir eftir því. „Þannig er það allt árið um kring en í umdæminu eru haldnar margar útihátíðir, svo sem Mærudagar, Bíladagar, Fiskidagurinn mikli og Ein með öllu um verslunarmannahelgina,“ segir hann. Þess má geta að á áttunda tug úti- og bæjarhátíða eru haldnar um allt land, frá apríl til nóvember ár hvert. Hátíðirnar dreifast á öll lögregluumdæmin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrot Nær öll lögregluumdæmi landsins upplýsa fjölmiðla um kynferðisafbrotamál, óski þeir eftir því. Það verklag er haft á allan ársins hring. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum eru einu undantekningarnar. 19. júlí 2016 19:14 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15
Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrot Nær öll lögregluumdæmi landsins upplýsa fjölmiðla um kynferðisafbrotamál, óski þeir eftir því. Það verklag er haft á allan ársins hring. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum eru einu undantekningarnar. 19. júlí 2016 19:14