Viðskipti innlent

Sekt Valitor lækkuð í 400 milljónir

ingvar haraldsson skrifar
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor.
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor. vísir/stefán
„Líta verður til þess að um er að ræða tvö ár þar sem stefnandi gat hegðað sér nánast að vild á markaðnum og misbeitti þeirri stöðu sinni í fjölda tilvika,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Valitor gegn Samkeppniseftirlitinu sem féll fyrr í dag.

Hérðasdómur taldi að Valitor hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína á árunum 2007 og 2008 og staðfesti því að mestu fyrri úrskurði Samkeppniseftirlitsins og Áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

„Brot stefnanda eru ítrekuð að hluta til. Hann lét sér ekki segjast þrátt fyrir að hafa gengist undir skilyrðin sem fram koma í ákvörðun stefnda nr. 4/2008.  Það gerði hann í nóvember 2007, en rannsókn þess máls hafði hafist nokkru fyrr,“ segir einnig í dómnum.

Hins vegar taldi dómurinn að brotin hefðu náð yfir skemmra tímabil en úrskurður Samkeppniseftirlitsins  sagði til um. Því var sektagreiðsla sem lögð var á Valitor lækkuð úr 500 milljónum króna í 400 milljónir króna.


Tengdar fréttir

Vill breyta lögum verði úrskurður Samkeppniseftirlits staðfestur

Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra neytendamála, telur rétt að breyta lögum ef úrskurður Samkeppniseftirlitsins verður staðfestur fyrir dómstólum. Stríðir gegn almennri hugsun um hvernig samkeppni á að virka, segir ráðherrann.

Stjórnenda- og skipulagsbreytingar hjá Valitor

Nýtt skipurit hefur tekið gildi hjá Valitor. Í tilkynningu frá Valitor kemur fram að markmið breytinganna sé að styrkja samþættingu innan Valitor og dótturfyrirtækja félagsins í Bretlandi og Danmörku, ásamt samvirkni samstæðunnar.

Viðurkenna brot á samkeppnislögum og greiða 1.600 milljóna sekt

Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×