Segja Kim Davis enn brjóta lög Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2015 15:54 Kim Davis í erjum við tvo samkynhneigða menn. Vísir/AFP Kim Davis, sýsluritari Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, er sögð brjóta lög með því að breyta giftingarleyfum til samkynja para. Hún hafði verið fangelsuð í fimm daga fyrir að hafa neitað að veita giftingarleyfi en var sleppt með því skilyrði að hún myndi ekki skipta sér af veitingu leyfanna. Hins vegar gerði hún breytingar á leyfunum eftir að hún sneri aftur til vinnu á þann veg að nafn hennar og Rowan sýslu kæmi ekki fram á þeim. Lögmenn para sem hafa höfðað mál gegn henni segja það vera ólöglegt og brot á tilskipun dómarans þegar henni var sleppt úr haldi. Lögmennirnir hafa farið fram á að skrifstofa verði sektuð og leyfunum breytt til fyrra horfs. Þeir segja þessa breytingu hafa valdið lagalegri óvissu varðandi hjónabönd skjólstæðinga sinna. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni segir lögmaður Davis hins vegar að sú krafa sýni fram á að lögmennirnir og pörin vilji ekki eingöngu fá giftingarleyfin. Þau „vilji höfuðleður hennar til að hengja upp á vegg“.Telur leyfin ekki gild í augum guðs Sjálf hefur Davis gefið út að hún telji leyfin vera ólögleg. Í viðtali við Good Morning America í morgun sagði hún einnig að leyfin væru „ekki gild í augum guðs“. Hún var margsinnis að tárum komin og sagðist hafa fengið haturspóst. Í þeim hefði hún verið kölluð Hitler og hommahatari. Hún segist ekki vera hræsnari, þrátt fyrir að hún hafi gift sig fjórum sinnum. Hún sagði einnig að hún hefði ekki ávallt verið góð manneskja en að henni hefði verið fyrirgefið, að vald guðs bæri yfir annarskonar vald og að hún myndi ekki segja af sér. „Ég er góð í mínu starfi. Ég á vini sem eru hommar og lesbíur. Þau vita hvar ég stend og við erum ekki sammála um þetta mál. Það er í lagi þar sem við berum virðingu fyrir hvoru öðru.“ Enn hefur ekki reynt á lögmæti breyttu leyfanna fyrir dómstólum. Ríkisstjóri Kentucky hefur gefið út að ríkið muni líta á leyfin sem gild. Tengdar fréttir Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57 Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08 Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg Sýrsluritarinn Kim Davis segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu giftingarleyfa fyrir samkynja pör í umdæmi sínu, enda séu þó ógild. 14. september 2015 18:50 Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30 Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Kim Davis, sýsluritari Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, er sögð brjóta lög með því að breyta giftingarleyfum til samkynja para. Hún hafði verið fangelsuð í fimm daga fyrir að hafa neitað að veita giftingarleyfi en var sleppt með því skilyrði að hún myndi ekki skipta sér af veitingu leyfanna. Hins vegar gerði hún breytingar á leyfunum eftir að hún sneri aftur til vinnu á þann veg að nafn hennar og Rowan sýslu kæmi ekki fram á þeim. Lögmenn para sem hafa höfðað mál gegn henni segja það vera ólöglegt og brot á tilskipun dómarans þegar henni var sleppt úr haldi. Lögmennirnir hafa farið fram á að skrifstofa verði sektuð og leyfunum breytt til fyrra horfs. Þeir segja þessa breytingu hafa valdið lagalegri óvissu varðandi hjónabönd skjólstæðinga sinna. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni segir lögmaður Davis hins vegar að sú krafa sýni fram á að lögmennirnir og pörin vilji ekki eingöngu fá giftingarleyfin. Þau „vilji höfuðleður hennar til að hengja upp á vegg“.Telur leyfin ekki gild í augum guðs Sjálf hefur Davis gefið út að hún telji leyfin vera ólögleg. Í viðtali við Good Morning America í morgun sagði hún einnig að leyfin væru „ekki gild í augum guðs“. Hún var margsinnis að tárum komin og sagðist hafa fengið haturspóst. Í þeim hefði hún verið kölluð Hitler og hommahatari. Hún segist ekki vera hræsnari, þrátt fyrir að hún hafi gift sig fjórum sinnum. Hún sagði einnig að hún hefði ekki ávallt verið góð manneskja en að henni hefði verið fyrirgefið, að vald guðs bæri yfir annarskonar vald og að hún myndi ekki segja af sér. „Ég er góð í mínu starfi. Ég á vini sem eru hommar og lesbíur. Þau vita hvar ég stend og við erum ekki sammála um þetta mál. Það er í lagi þar sem við berum virðingu fyrir hvoru öðru.“ Enn hefur ekki reynt á lögmæti breyttu leyfanna fyrir dómstólum. Ríkisstjóri Kentucky hefur gefið út að ríkið muni líta á leyfin sem gild.
Tengdar fréttir Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57 Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08 Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg Sýrsluritarinn Kim Davis segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu giftingarleyfa fyrir samkynja pör í umdæmi sínu, enda séu þó ógild. 14. september 2015 18:50 Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30 Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57
Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08
Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg Sýrsluritarinn Kim Davis segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu giftingarleyfa fyrir samkynja pör í umdæmi sínu, enda séu þó ógild. 14. september 2015 18:50
Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30
Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57