Segja Kim Davis enn brjóta lög Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2015 15:54 Kim Davis í erjum við tvo samkynhneigða menn. Vísir/AFP Kim Davis, sýsluritari Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, er sögð brjóta lög með því að breyta giftingarleyfum til samkynja para. Hún hafði verið fangelsuð í fimm daga fyrir að hafa neitað að veita giftingarleyfi en var sleppt með því skilyrði að hún myndi ekki skipta sér af veitingu leyfanna. Hins vegar gerði hún breytingar á leyfunum eftir að hún sneri aftur til vinnu á þann veg að nafn hennar og Rowan sýslu kæmi ekki fram á þeim. Lögmenn para sem hafa höfðað mál gegn henni segja það vera ólöglegt og brot á tilskipun dómarans þegar henni var sleppt úr haldi. Lögmennirnir hafa farið fram á að skrifstofa verði sektuð og leyfunum breytt til fyrra horfs. Þeir segja þessa breytingu hafa valdið lagalegri óvissu varðandi hjónabönd skjólstæðinga sinna. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni segir lögmaður Davis hins vegar að sú krafa sýni fram á að lögmennirnir og pörin vilji ekki eingöngu fá giftingarleyfin. Þau „vilji höfuðleður hennar til að hengja upp á vegg“.Telur leyfin ekki gild í augum guðs Sjálf hefur Davis gefið út að hún telji leyfin vera ólögleg. Í viðtali við Good Morning America í morgun sagði hún einnig að leyfin væru „ekki gild í augum guðs“. Hún var margsinnis að tárum komin og sagðist hafa fengið haturspóst. Í þeim hefði hún verið kölluð Hitler og hommahatari. Hún segist ekki vera hræsnari, þrátt fyrir að hún hafi gift sig fjórum sinnum. Hún sagði einnig að hún hefði ekki ávallt verið góð manneskja en að henni hefði verið fyrirgefið, að vald guðs bæri yfir annarskonar vald og að hún myndi ekki segja af sér. „Ég er góð í mínu starfi. Ég á vini sem eru hommar og lesbíur. Þau vita hvar ég stend og við erum ekki sammála um þetta mál. Það er í lagi þar sem við berum virðingu fyrir hvoru öðru.“ Enn hefur ekki reynt á lögmæti breyttu leyfanna fyrir dómstólum. Ríkisstjóri Kentucky hefur gefið út að ríkið muni líta á leyfin sem gild. Tengdar fréttir Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57 Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08 Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg Sýrsluritarinn Kim Davis segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu giftingarleyfa fyrir samkynja pör í umdæmi sínu, enda séu þó ógild. 14. september 2015 18:50 Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30 Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Sjá meira
Kim Davis, sýsluritari Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, er sögð brjóta lög með því að breyta giftingarleyfum til samkynja para. Hún hafði verið fangelsuð í fimm daga fyrir að hafa neitað að veita giftingarleyfi en var sleppt með því skilyrði að hún myndi ekki skipta sér af veitingu leyfanna. Hins vegar gerði hún breytingar á leyfunum eftir að hún sneri aftur til vinnu á þann veg að nafn hennar og Rowan sýslu kæmi ekki fram á þeim. Lögmenn para sem hafa höfðað mál gegn henni segja það vera ólöglegt og brot á tilskipun dómarans þegar henni var sleppt úr haldi. Lögmennirnir hafa farið fram á að skrifstofa verði sektuð og leyfunum breytt til fyrra horfs. Þeir segja þessa breytingu hafa valdið lagalegri óvissu varðandi hjónabönd skjólstæðinga sinna. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni segir lögmaður Davis hins vegar að sú krafa sýni fram á að lögmennirnir og pörin vilji ekki eingöngu fá giftingarleyfin. Þau „vilji höfuðleður hennar til að hengja upp á vegg“.Telur leyfin ekki gild í augum guðs Sjálf hefur Davis gefið út að hún telji leyfin vera ólögleg. Í viðtali við Good Morning America í morgun sagði hún einnig að leyfin væru „ekki gild í augum guðs“. Hún var margsinnis að tárum komin og sagðist hafa fengið haturspóst. Í þeim hefði hún verið kölluð Hitler og hommahatari. Hún segist ekki vera hræsnari, þrátt fyrir að hún hafi gift sig fjórum sinnum. Hún sagði einnig að hún hefði ekki ávallt verið góð manneskja en að henni hefði verið fyrirgefið, að vald guðs bæri yfir annarskonar vald og að hún myndi ekki segja af sér. „Ég er góð í mínu starfi. Ég á vini sem eru hommar og lesbíur. Þau vita hvar ég stend og við erum ekki sammála um þetta mál. Það er í lagi þar sem við berum virðingu fyrir hvoru öðru.“ Enn hefur ekki reynt á lögmæti breyttu leyfanna fyrir dómstólum. Ríkisstjóri Kentucky hefur gefið út að ríkið muni líta á leyfin sem gild.
Tengdar fréttir Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57 Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08 Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg Sýrsluritarinn Kim Davis segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu giftingarleyfa fyrir samkynja pör í umdæmi sínu, enda séu þó ógild. 14. september 2015 18:50 Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30 Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Sjá meira
Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57
Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08
Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg Sýrsluritarinn Kim Davis segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu giftingarleyfa fyrir samkynja pör í umdæmi sínu, enda séu þó ógild. 14. september 2015 18:50
Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30
Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57