Fótbolti

Sabella: Spiluðum frábærlega á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sabella ásamt lærisveinum sínum í leikslok.
Sabella ásamt lærisveinum sínum í leikslok. Vísir/Getty
"Þetta eru svo jafnir leikir og ef þú gerir mistök, þá veistu að það er erfitt að leiðrétta þau," sagði Alejandro Sabella, þjálfari Argentínu, eftir tapið gegn Þýskalandi í úrslitaleik HM í kvöld.

"En á heildina litið er ég stoltur og leikmennirnir spiluðu frábærlega á HM," sagði Sabella sem stýrði Argentínu í síðasta sinn í kvöld.

"Það var spennandi að horfa á þá spila og það var augljóst að þeir gáfu allt sem þeir áttu.

"Leikmennirnir geta horft stoltir á sig í spegli vitandi að þeir lögðu sig alla fram.

"Ég vil óska liðinu til hamingju með frábæra frammistöðu og ég vil einnig færa Þjóðverjum hamingjuóskir mínar með heimsmeistaratitilinn," sagði þjálfarinn að lokum.


Tengdar fréttir

Lahm: Verður að vera með besta liðið

Philipp Lahm var skiljanlega í skýjunum eftir að hafa lyft heimsmeistarastyttunni góðu eftir sigur Þjóðverja á Argentínumönnum í framlengdum úrslitaleik HM í kvöld.

Úrvalslið Argentínu á HM

Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina.

Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar

Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro.

Úrvalslið Þýskalands á HM

Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina.

Messi valinn besti leikmaðurinn á HM

Lionel Messi fékk Gullboltann fyrir að vera besti leikmaður HM í Brasilíu. Þetta var tilkynnt eftir úrslitaleik Þýskalands og Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×