Erlent

Röð sprengjuárása í Sýrlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tugir eru látnir eftir röð sprengjuárása í borgunum Homs og Damaskus í dag.
Tugir eru látnir eftir röð sprengjuárása í borgunum Homs og Damaskus í dag. Vísir/AFP
Tugir eru látnir eftir röð sprenginga í sýrlensku borgunum Homs og Damaskus í dag.

Að minnsta kostu 57, að mestu óbreyttir borgarar, létu lífið í tveimur bílsprengjum í Homs. Árásirnar voru gerðar í hverfi sem að mestu leyti er byggt Alavítum, minnihlutahóp sem Bashir-al Assad Sýrlandsforseti tilheyrir.

Homs var ein af miðstöðuð uppreisnarmanna þegar uppreisnin í Sýrlandi hófst og var borgin kölluð höfuðborg uppreisnarinnar. Mannréttindasamtökin Observatory for Human Rights vara við því að tala látinna muni hækka mun frekar.

Nokkru síðar urðu fjórar sprengingar í úthverfi Damaskus þar sem að minnsta kosti 30 létu lífið. Minna er vitað um sprengingarnar í Damaskus sem sprungu í nágrenni einnar heilögustu moska Shía-múslima sem talin er vera byggð þar sem finna má gröf barnabarns Múhameðs spámanns.

Í janúar létu 71 lífið í sjálfsmorðsprengjuárás í úthverfinu sem sögð hafa verið framin liðsmönnum ISIS.

Sergei Lavrov og John Terry, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, vinna saman hörðum höndum að því koma á vopnahléi á milli stríðandi fylkinga í Sýrlandi og eru þeir sagðir vera nálægt því að komast að samkomulagi. Óvíst er þó hvaða áhrif mannfallið í dag mun hafa á viðræðurnar.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×