MIĐVIKUDAGUR 22. MARS NÝJAST 22:01

May: Árásin bćđi sjúk og siđlaus

FRÉTTIR

Ríkisstjórnin veitir 37 milljónum til ađ kaupa skattagögn

 
Viđskipti innlent
12:42 14. APRÍL 2015
Bjarni Benediktsson fjármálaráđherra á von á ţví ađ Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri gangi frá kaupum um skattagögnum fyrir apríllok.
Bjarni Benediktsson fjármálaráđherra á von á ţví ađ Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri gangi frá kaupum um skattagögnum fyrir apríllok. VÍSIR/GVA

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag aukafjárveitingu upp á 37 milljónir króna til kaupa á gögn um félög sem stofnuð voru í skattaskjólum.  Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Vísi.

Upphæðin nemur niðurstöðu viðræðna Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra og erlends aðila sem boðið hefur gögnin til sölu.

Bjarni segist eiga von á því að í framhaldinu muni skattrannsóknarstjóri ganga  frá kaupum á gögnunum fyrir lok þessa mánaðar.

Seljandi gagnanna hafði áður farið fram á 150 milljónir króna fyrir gögnin eða 2.500 evrur fyrir hvert mál sem eru alls 416 talsins. Því virðist vera að tekist hafi að lækka kaupverðið verulega.

Skattrannsóknarstjóri hefur þegar fengið gögn um reikninga í svissneska bankanum HSBC en þar er talið að sex aðilar sem tengdir eru Íslandi hafi verið með bankareikning.

Ekkert ákveðið um grið skattsvikara

Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins skilaði nýlega tillögum um að þeir sem óska að eigin frumkvæði eftir því að greiða skatt af áður óframtöldum tekjum eða eignum erlendis skuli ekki sæta refsingum. Lagt var til að reglurnar gildi frá 1. júlí næstkomandi til 30. júní á næsta ári.

Bjarni sagði að málið hefði ekki farið fyrir ríkisstjórn og því væri ekkert fast í hendi í þessum efnum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Ríkisstjórnin veitir 37 milljónum til ađ kaupa skattagögn
Fara efst