Erlent

Reykur var um borð í vél EgyptAir

Upptökur úr flugrita vélarinnar staðfesta að reykskynjarar fóru í gang skömmu áður en þotan hvarf af ratsjám.
Upptökur úr flugrita vélarinnar staðfesta að reykskynjarar fóru í gang skömmu áður en þotan hvarf af ratsjám. vísir/afp
Upptökur úr flugrita farþegavélar EgyptAir staðfesta að reykur var um borð í þotunni áður en hún hrapaði til jarðar. Upptökurnar sýna að tveir reykskynjarar, inni á salerni vélarinnar og í vélarrými fyrir neðan flugstjórnarklefann, fóru í gang skömmu áður en þotan hvarf af ratsjám.

Fram kemur á vef BBC að sjálfvirkt viðvörunarkerfi hafi gefið sömu upplýsingar. Þá segja rannsakendur að skemmdir á framhluta vélarinnar bendi til þess að kviknað hafi í henni. Orsakirnar eru enn ókunnar en ekki hefur tekist að sækja upplýsingar úr hinum flugrita vélarinnar.

Farþegaþotan fórst hinn 19. maí síðastliðinn. Alls voru 66 manns um borð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×