Innlent

Rannsakað sem slys og ekki verður leitað að bílnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Um tveir til þrír kílómetrar eru frá þeim stað þar sem bíllinn fór út í ána og þangað sem maðurinn fannst.
Um tveir til þrír kílómetrar eru frá þeim stað þar sem bíllinn fór út í ána og þangað sem maðurinn fannst. Kortagrunnur/Loftmyndir
Lögreglan á Selfossi hefur enn sem komið er ekki rætt við manninn sem fannst kaldur og hrakinn neðan við flugvöllinn á Selfossi á föstudagsmorgun. Á fimmtudagskvöld barst lögreglunni tilkynning um að bíll hefði farið út í Ölfusá á svæðinu á milli kirkjunnar og hótelsins á Selfossi.

Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, staðfestir í samtali við Vísis að málið sé á borði rannsóknardeildar lögreglu og sé rannsakað sem slys. Enginn grunur sé um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Þá verði engin leit gerð að bílnum.

„Áin er hættuleg þarna og við viljum ekki stofna neinum í hættu,“ segir Þorgrímur Óli.

Vísir greindi frá því að á laugardaginn að efi væri um að maðurinn sem fannst við flugvöllinn hefði verið um borð í bílnum sem hafnaði úti í Ölfusá. Maðurinn, sem er 29 ára, hefur endurtekið komist í kast við lögin. Hann á að baki langan sakaferil og meðal annars setið inni fyrir þjófnað, fjársvik og fíkniefnabrot.

Á níunda tug björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni að manninum sem kom gangandi til móts við leitarmenn á ellefta tímanum á föstudagsmorgun. Maðurinn var vistaður á Landspítalanum á föstudag.


Tengdar fréttir

Leitaði skjóls í vélgröfu

Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun.

Efast um að maðurinn hafi farið í ána

Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar mál mannsins sem fannst kaldur og hrakinn neðan við flugvöllinn á Selfossi í gærmorgun, föstudag.

Maðurinn fundinn á lífi

Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi.

Leit hafin á ný í Ölfusá

Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×