Kosningar 2018

Kosningar 2018

Fréttir og greinar tengdar sveitarstjórnarkosningum í maí 2018.

Fréttamynd

Sá á kvölina sem á völina

Helstu tíðindin úr kosningum helgarinnar voru þau, að þeir sem vilja efna til úlfúðar á grundvelli kynþátta eða trúarbragða urðu undir í kosningunum.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðtogakjör?

Mikið er skelfilegt að horfa upp á það þegar fólk trúir á aðra dauðlega menn, býr sér til hálfguði.

Skoðun
Fréttamynd

Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti

Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn.

Innlent
Fréttamynd

Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra

Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hærra en nokkru sinni fyrr að loknum sveitarstjórnakosningunum í gær. Þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð en lægst í Mosfellsbæ og i Ölfusi.

Innlent
Fréttamynd

Eyþór segir að það væri óráð að sparsla meirihlutanum saman

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að það væri óráð fyrir þá flokka sem nú stýra borginni að reyna að mynda aftur meirihluta með aðkomu nýrra flokka enda séu úrslit kosninganna ákall um breytingar. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar segir að Viðreisn sé í lykilstöðu. Samfylkingin muni freista þess að mynda meirihluta á grunni þeirrar stefnu sem unnið var eftir á síðasta kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Dagur útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn

Dagur B. Eggertsson segir það útilokað að flokkurinn fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki og segir framtíðarsýn flokkanna eiga litla samleið. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, segir kjósendur hafa hafnað núverandi meirihluta.

Innlent