Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

James Bond etur kappi við Bretadrottningu

Hennar hátign, Bretadrottning og starfsmaður í þjónustu hennar, James nokkur Bond, takast á um toppsæti BAFTA verðlaunanna. Tilnefningar til verðlaunanna voru kynntar í dag. Nýja James Bond kvikmyndin, Casino Royale, fékk alls níu tilefningar en The Queen, þar sem Helen Mirren leikur Bretadrottningu í krísu vegna láts Díönu prinsessu fær 10 tilnefningar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Johnny Depp leikur Litvinenko

Hollywoodleikarinn Johnny Depp ætlar að gera kvikmynd um rússneska njósnarann Litvinenko, dramatískt dauðastríð hans eftir póloneitrun og reyfarakennda leitina að morðingja hans. Sagt er að Depp ætli einnig að leika aðalhlutverkið sjálfur.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Jackson gerir ekki Hobbit

Deilurnar milli Peter Jackson og kvikmyndafyrirtækisins New Line Cinema hafa blossað upp að nýju eftir ummæli forstjóra fyrirtækisins í sjónvarpsþætti.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Wilson Muuga: samkomulag kynnt í hádeginu

Samkomulag á milli íslenska ríkisins og eigenda Wilson Muuga um aðgerðir til að fjarlægja flak Wilson Muuga úr Hvalsnessfjöru verður kynnt við strandstað í hádeginu í dag. Wilson Muuga, sem setið hefur fastur í fjöruborðinu síðan 19. desember, verður sen ...

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Regnskogahasar

Það er heldur betur sláttur á Mel Gibson í Apocalypto sem á ýmislegt sameiginlegt með fyrri leikstjórnarverkefnum hans, Braveheart og The Passion of the Christ. Helsti snertiflöturinn er grafískt ofbeldið sem hann veltir sér upp úr af miklum áhuga og list.

Gagnrýni
Fréttamynd

Unnur Birna leikur í bíómynd

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning, hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Stóra planið í leikstjórn Ólafs Jóhnnessonar en tökur á henni hefjast í apríl á þessu ári. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Unnar Birnu en móðir hennar, Unnur Steinsson, lék eins og frægt er orðið í sjónvarpsmyndinni „Þegar það gerist“ eftir Hrafn Gunnlaugsson.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Skuggahliðar Los Angeles

Bandaríski glæpasagnahöfundurinn James Ellroy hefur haldið merkjum gömlu meistara harðsoðnu hefðarinnar á lofti með glæsibrag í verkum sínum þar sem drungalegur „film noir“ andi svífur yfir vötnum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fyrsta ást Hilmis Snæs

Leikritið Dagur Vonar, var fyrsta ást Hilmis Snæs Guðnasonar í leikhúsinu. Hann sá verkið fyrir 20 árum í Iðnó og ákvað eftir þá upplifun að gerast leikari. Hilmir leikstýrir þessu verki í kvöld í Borgarleikhúsinu. Viðtalið verður birt í heild sinni í Íslandi í dag á Stöð2 í kvöld.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Síðustu sýningar

Örfáar sýningar eru eftir af söngleiknum Footloose sem sýndur er í Borgarleikhúsinu. Verkið byggist á dansmyndinni Footloose eftir Dean Pithcford sem kom út árið 1984.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Scorsese tilnefndur

Martin Scorsese hefur hlotið sína sjöundu tilnefningu til leikstjóraverðlaunanna Directors Guild of America, fyrir mynd sína The Departed.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Regnskógarpíslir Gibsons

Stórmyndin Apocalypto eftir Mel Gibson verður frumsýnd á Íslandi í dag. Hér hverfur hann aftur um 500 ár eða svo og segir blóði drifna sögu um ástir og örlög þegar hillir undir lok hinnar fornu menningar Maja. Gibson tók Apocalypto upp í regnskógum Mexíkó og gaf sig, eins og áður, allan í verkið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fékk stjörnuglampa í augun

Jörundur Ragnarsson hefur verið ráðinn í stórt hlutverk í sjónvarpsþáttunum Næturvaktin við hlið Jóns Gnarr og Pétur Jóhans Sigfússonar en þættirnir gerast á bensínstöð í Reykjavík þar sem Jón og Pétur ráða ríkjum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Endurlit og framsýni

Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli sínu í dag en það er eitt elsta starfandi menningarfélag landsins. Leikfélagið starfaði óslitið í Iðnó við Vonarstræti þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í Borgarleikhúsið sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu við félagið sem nú annast rekstur þess. Tilgangur félagsins var og er að vekja áhuga á góðri leiklist og sýna sjónleiki í Reykjavík.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Blekkingar Nolans

Leikstjórinn Christopher Nolan er með áhugaverðari leikstjórum sem starfar í Hollywood um þessar mundir og þó hann sé aðeins 37 ára gamall hefur hann fest sig rækilega í sessi með myndunum Memento, Insomnia og ekki síst Batman Begins þar sem hann færði leikaranna Christian Bale í búning Leðurblökumannsins og blés nýju lífi í þessa fornfrægu myndasöguhetju.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stórskotalið leikara í Legi

Stórskotalið yngri kynslóðar leikara kom saman í Þjóðleikhúsinu í gær þar sem fyrsti samlestur á söngleiknum Leg eftir Hugleik Dagsson fór fram. Verkið fjallar um örlög óléttu unglingsstúlkunnar Kötu í Garðabæ framtíðarinnar, en hlutverk hennar er í höndum Dóru Jóhannsdóttur. Hugleikur var hæstánægður með útkomuna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ný dönsk glæpasería byrjar

Ný dönsk glæpasería hóf göngu sína á sunnudagskvöldið á DR1 - Forbrydelsen – Glæpurinn – heitir hún og mun skemmta dönskum sjónvarpsáhorfendum næstu mánuði en þættirnir verða tuttugu að tölu og eru á dagskrá á sunnudagskvöldum á besta tíma á DR1.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stiller enn efstur

Gamanmyndin Night at the Museum með Ben Stiller í aðalhlutverki hélt toppsæti sínu á bandaríska aðsóknarlistanum um síðustu helgi og hefur hún alls setið þar í þrjár vikur.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bridget verður frú Potter

Reneé Zellweger leikur breska konu í kvikmyndinni Miss Potter sem er væntanleg í bíó. Zellweger lék einnig breska konu í Bridget Jones"s Diary og virðist vera orðin sérfræðingur í þess háttar hlutverkum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stranger than Fiction - fjórar stjörnur

Í bókmenntum þykir oft móðins þegar mörk skáldskapar og veruleika fara á flakk og skarast. Skattheimtumaðurinn vanafasti Harold Crick er hins vegar ekki bókmenntaunnandi og sannarlega ekki skemmt þegar kvenmannsrödd skýtur upp í kolli hans og lýsir öllum hans athöfnum og hugsunum af skáldmæltri nákvæmni. Röddinn hleypir rúðustrikaðri tilveru Harolds í uppnám, ekki síst þegar hún kunngjörir yfirvofandi dauða hans.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Söngleikurinn Um miðja nótt

Á gamlárskvöld var frumsýndur nýr danskur söngleikur, Midt om natten. Midt om natten var hljómplata sem kom út þann 24. nóvember 1983 og er mest selda plata í sögu Danmerkur. Talið er að hún finnist enn á meira en tíunda hverju heimili í Danmörku.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Óperan blómstrar á Dokkeyju

Óperuunnendur á Íslandi eiga styst með að skjótast erlendis til að njóta óperulistarinnar – í það minnsta þangað til Íslenska óperan setur Rake Progress eftir Stravinsky á svið 9. febrúar - Flagara í framsókn kalla þeir við Ingólfsstrætið verkið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Neitaði að læra leiklist

Justin Timberlake neitaði að fara í leiklistartíma til að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Alpha Dog. Þess í stað ákvað hann að notast alfarið við þá þjálfun sem hann fékk sem krakki. Söngvarinn kunni leikur mann sem ásakaður er um að myrða táninga.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gera stuttmynd um miðaldra mann sem fær sér kúrekastígvél

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, nemi í kvikmyndaleikstjórn og handritsgerð við Columbia University í New York, er að vinna að spennandi verkefni um þessar mundir. Nú í janúar hefjast tökur á stuttmynd í leikstjórn Hafsteins en höfundur handrits er Huldar Breiðfjörð sem einnig er við kvikmyndanám í New York.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sagan af Ágirnd frá 1952

Í dag kl. 14.40 verður Viðar Eggertsson leikstjóri með fléttuþátt á Gufunni um stuttmyndina Ágirnd frá 1952 og höfunda hennar, Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmann og Svölu Hannesdóttur leikkonu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leitin að Maríu og öðrum stjörnum

Breska leikhúsbransablaðið Stage sem kemur út vikulega og heldur uppi öflugri vefsíður tekur árlega saman lista yfir áhrifamestu menn í breskum leikhúsiðnaði: Þar situr í efstu sætum listans í ár kempan Andrew Lloyd Webber og félagi hans David Ian, í þriðja sætinu er framleiðandinn Cameron McIntosh.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Köld slóð - Tvær stjörnur

Í Kaldri slóð segir frá blaðamanninum Baldri sem vinnur á hinu refjalausa Síðdegisblaði. Þegar fréttir berast af dauða öryggisvarðar í virkjun úti á landi trúir móðir Baldurs honum fyrir því að hinn látni er faðir hans. Þrátt fyrir sviplegan dauðdaga öryggisvarðarins sér lögreglan ekki ástæðu til að aðhafast frekar og Baldur ákveður því að rannsaka málið upp á eigin spýtur og ræður sig í vinnu í virkjuninni.

Gagnrýni