Bíó og sjónvarp

Neitaði að læra leiklist

Justin Timberlake leikur á móti Bruce Willis og Sharon Stone í kvikmyndinni Alpha Dog.
Justin Timberlake leikur á móti Bruce Willis og Sharon Stone í kvikmyndinni Alpha Dog. MYND/Getty

Justin Timberlake neitaði að fara í leiklistartíma til að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Alpha Dog. Þess í stað ákvað hann að notast alfarið við þá þjálfun sem hann fékk sem krakki. Söngvarinn kunni leikur mann sem ásakaður er um að myrða táninga.

Hann er ánægður með að takast á við svo krefjandi hlutverk. „Ég lærði leiklist þegar ég var krakki og reyndi bara að nota það sem mest. Það virkaði vel,“ segir Timberlake sem leikur á móti Bruce Willis og Sharon Stone í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×