Bíó og sjónvarp

Leikstýrir Avatar

Leikstjórinn virti ætlar næst að gera mynd byggða á vinsælli teiknimyndaseríu.
Leikstjórinn virti ætlar næst að gera mynd byggða á vinsælli teiknimyndaseríu.

Leikstjórinn M. Night Shyamalan ætlar að gera kvikmynd byggða á hinni vinsælu teiknimyndaseríu Avatar: The Last Airbender.

Þættirnir eru undir sterkum áhrifum frá asískri list, goðafræði og hinum ýmsu slagsmálategundum. Hafa þeir notið vinsælda hjá eldra fólki sem vanalega horfir á teiknimyndir á Nicelodeon-krakkastöðinni í Bandaríkjunum.

Shyamalan mun skrifa handritið, leikstýra og framleiða myndina og vonast menn til að úr verði þriggja mynda sería.

Þetta verður fyrsta myndin í leikstjórn Shyamalan sem er ekki byggð á hans eigin hugmynd. Síðasta barnamynd hans var Stuart Little þar sem hann var annar af handritshöfundunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×