Erlent

Ótrúlegt myndband: Felix féll stjórnlaust til jarðar

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Felix Baumgartner stökk til jarðar úr 127 þúsund feta hæð.
Felix Baumgartner stökk til jarðar úr 127 þúsund feta hæð.
Eitt er er liðið frá ótrúlegu stökki Austurríkismannsins Felix Baumgartner sem á hæsta stökk allra tíma. Hann stökk frá útjaðri geimsins og lét sig falla til jarðar út 127.851 feta hæð.

Fallið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Um mínútu eftir að Baumgartner stökk af stað þá missti hann stjórn á fallinu og byrjaði að snúast stjórnlaust í hringi. Hann var þá búinn að ná hámarkshraða eða um 1200 km/h á klukkustund. Baumgartner snérist stjórnlaust í hringi í um hálfa mínútu en náði með reynslu sinni að ná aftur stjórn á fluginu.

Myndband af stökkinu í heild sinni má sjá hér að neðan og minnir stjórnleysið um margt á afdrif geimfara í nýrri kvikmynd, Gravity með þeim George Clooney og Sandra Bullock í aðalhlutverkum.


Tengdar fréttir

Felix sló þrenn heimsmet

Felix Baumgartner er lentur á heilu og höldnu en hann sló rétt í þessu heimsmet í að stökkva úr hvað mestri hæð. Hann stökk úr loftfari sínu úr rúmlega 38 kílómetra hæð. Það er óhætt að segja að stökkið hafi verið gríðarlega dramatískt, en um stund hringsnérist hann og virtist eiga í erfiðleikum. Honum tókst aftur á móti að ná jafnvægi á ný.

Staðfest að Baumgartner rauf hljóðmúrinn

Staðfest hefur verið að austurríski ofurhuginn Felix Baumgartner rauf hljóðmúrinn í sögulegu frjálsu falli sínu úr 39 kílómetra hæð um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×