Erlent

Morsi dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar

Atli Ísleifsson skrifar
Mohammed Morsi var leiðtogi Bræðralags múslima í Egyptalandi.
Mohammed Morsi var leiðtogi Bræðralags múslima í Egyptalandi. Vísir/AFP
Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt Mohammed Morsi, fyrrverandi forseta Egyptalands, í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa hvatt til þess að mótmælendur yrðu drepnir árið 2012.

Tólf háttsettir liðsmenn Bræðralags múslíma voru einnig dæmdir í málinu.

Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur gegn Morsi síðan her landsins hrakti hann frá völdum í júlí 2013.

Mursi var leiðtogi Bræðralags múslima í Egyptalandi, en starfsemi samtakanna er nú bönnuð í Egyptalandi. Lögregla hefur einnig handtekið fleiri þúsund liðsmenn samtakanna og hafa dómstólar dæmt fjölda þeirra til dauða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×