Innlent

Mörður spyr forseta Alþingis um níumenningana

Erla Hlynsdóttir skrifar
Mörður Árnason lagði fram fyrirspurn um níumenningana á Alþingi fyrr í dag
Mörður Árnason lagði fram fyrirspurn um níumenningana á Alþingi fyrr í dag Mynd: Valgarður

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis um „atvikin í Alþingishúsinu þann 8. desember 2008," eins og hann orðar það. Þennan dag áttu sér stað þeir atburðir sem urðu til þess að níumenningarnir svokölluðu voru ákærðir fyrir að ráðast á Alþingi.

Þær spurningar sem Mörður beinir til forseta Alþingis eru:

„Með hvaða hætti ræðir skrifstofustjóri Alþingis um 100. gr. hegningarlaga í beiðni sem hann sendi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins 19. desember 2008 vegna atvika í Alþingishúsinu 8. þess mánaðar?"

og

„Telur forseti að þessi grein hegningarlaga, um mann „sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin," eigi við um atvikin sem til báru 8. desember 2008?"

Mörður óskar skriflegs svars við fyrirspurninni.

Aðeins eru um þrjár vikur síðan Mörður skrifaði bloggfærslu um málssóknina gegn níumenningunum undir fyrirsögninni; „Hættiði þessari vitleysu."

Þar lagði hann til að ákæran yrði fellt niður og sagði: „Þessi málsókn fyrir árás á Alþingi auðvitað algerlega fáránleg"

Mörður bentir þar á að hinn eiginlegi kærandi í málinu sé sjálft Alþingi. Forseti Alþingis á þessum tíma var Sturla Böðvarsson en núverandi forseti, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, tók efnislega undir ákæruna í svari við fyrirspurn á þinginu í vor.




Tengdar fréttir

Mótmælendur tóku sér frest til að lýsa afstöðu sinni

Fólkið sem ákært hefur verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan og mætti fyrir rétt í dag tók sér allt frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar þegar þingfesting fór fram í málinu. Tveir hinna ákærðu mættu hinsvegar ekki fyrir dóminn. Næst verður þingað í málinu þann 9. febrúar næstkomandi og þá þurfa sakborningar að lýsa yfir sekt eða sakleysi sínu.

Ráðherrar og níumenningarnir

Alþingi Íslendinga, stofnunin sem fær falleinkunn í nýlegri skýrslu þingmannanefndar, átti frumkvæði að sakamáli sem nú er rekið gegn níu manns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í fjölmiðlum er yfirleitt vísað til þeirra sem "mótmælenda" og látið að því liggja að hin ákærðu séu einsleitur

Bankaráðsseta Láru geri hana vanhæfa

Mál níumenninganna svokölluðu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Verjandi fjögurra þeirra fór fram á að settur ríkissaksóknari myndi víkja vegna tengsla hennar við Alþingi.

Vill nýjan dómara í máli níumenninga

Pétur Guðgeirsson héraðsdómari frestaði í gær fyrirtöku í máli níumenninganna svokölluðu eftir að Ragnar Aðalsteinsson lagði fram kröfu um að hann víki sæti sökum vanhæfis og að málinu verði vísað frá. Níumenningarnir voru kærðir fyrir árás á Alþingi og líkamstjón í búsáhaldabyltingunni í desember fyrir tveimur árum.

Hörður Torfa: Ákærurnar eins og olía á eld

Hörður Torfason einn af upphafsmönnum Búsáhaldabyltingarinnar segir símann hafa verið rauðglóandi í morgun eftir að fréttir bárust af því að mótmælendurnir níu yrðu ákærðir. Hann segir forgangsröðun Ríkissaksóknara kolranga.

Hreyfingin: Mótmælendurnir voru að sinna skyldu sinni

Hreyfingin vill að Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, dragi til baka kærur gegn hópi fólks sem ruddist inn í Alþingishúsið í desember 2008. Hópurinn hafi einungis verið að sinna sjálfsagðri borgaralegri skyldu sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×