Viðskipti innlent

Modernus auglýst til sölu

ingvar haraldsson skrifar
Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri ISNIC, segir reksturinn á vefmælingunum hafa verið erfiðan.
Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri ISNIC, segir reksturinn á vefmælingunum hafa verið erfiðan. mynd/modernus
Vefurinn Modernus, sem sér um að mæla umferð um íslenska vefmiðla, er til sölu. Þetta staðfestir Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri ISNIC, eigandi Modernus, í samtali við Vísi.

„Við byrjum að leita núna,“ segir Jens. Hann segir að ISNIC þurfi á öllum sínum kröftum að halda fyrir kjarnastarfsemi sína, sem er rekstur landlénsins „.is“.

Jens segir að vefmælingarnar hafi verið reknar nokkurn veginn á sléttu, tekjurnar tæplega 20 milljónir og kostnaðurinn svipaður. „Við höfum geta rekið þetta í járnum en ekki meira en það,“ segir hann.

„Þetta hefur dregist saman á undanförnum árum en veltan jókst reyndar um 5% á síðasta ári. Á síðustu mánuðum hefur áhuginn fyrir samræmdum vefmælingum aukist og vefjunum er aftur farið að fjölga,“ segir Jens.

ISNIC mun reka Modernus fram á sumar, a.m.k. til 1. júní, á meðan leit stendur yfir að nýjum eiganda.

Inn í sölunni á Modernus verður einnig „Svarboxið“ sem er á heimasíðum um 50 fyrirtækja. Þar geta netnotendur sent fyrirtækjunum fyrirspurnir.


Tengdar fréttir

Vísir mælist stærstur

Vísir mældist með 558.350 notendur í vikunni, sem er næst mesti vikulestur sem vefurinn hefur fengið. Á sama tíma mældist Mbl.is með 554.926 notendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×