Mistök og mannekla ástæða þess að gögn ákæruvaldsins í máli Hannesar bárust Hæstarétti seint Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2016 09:55 Hannes Smárason var stjórnarformaður og forstjóri FL Group. vísir/gva Mistök og mannekla eru ástæða þess að gögn ákæruvaldsins í máli þess gegn Hannesi Smárasyni bárust Hæstarétti seint en rétturinn felldi málið niður í gær vegna mikilla tafa í málsmeðferðinni sem er á ábyrgð ákæruvaldsins. Vísir sendi fyrirspurn á Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og spurðist fyrir um ástæðu þess að málið dróst svo mjög á langinn en á meðal þess sem gerðist var að greinargerð til Hæstaréttar var skilað inn fimm dögum of seint. Í skriflegu svari Sigríðar segir að sú fimm daga töf sem varð á skilum greinargerðar sé meðal annars „tilkomin vegna þeirra mistaka hér innanhúss að póstleggja greinargerðina í stað þess að boðsenda hana til Hæstaréttar.“ Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákæruvaldið hafi óskað eftir frest til 24. ágúst 2016 til að skila málsgögnum og svo fengið frest tvisvar í viðbót, annars vegar til 14. september sama ár og svo aftur til 21. september. Greinargerðin skilaði sér hins vegar ekki fyrr en þann 26. september síðastliðinn. „Gerð málsgagna til Hæstaréttar dróst sökum manneklu eins og sum önnur verkefni hér við embættið. Við embættið starfa í dag 7 ákærendur, að ríkissaksóknara meðtöldum,“ segir í svari Sigríðar.Ekki gott gagnvart sakborningi eða aðilum máls Fyrir héraði var málið rekið af embætti sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill ekki tjá sig um þann drátt á málinu sem varð hjá ríkissaksóknara í samtali við Vísi. Í dómi Hæstaréttar er það þó líka gagnrýnt hversu langan tíma rannsókn málsins tók en meint brot Hannesar áttu sér stað í apríl 2005. Rannsókn málsins hófst fjórum árum seinna en lögregluskýrsla var þó ekki tekin af Hannesi fyrr en í janúar 2011. Ákæra var svo gefin út í október 2013 og segir í dómi Hæstaréttar að engin skýring sé komin fram á því hvers vegna ákæran var ekki gefin út fyrr en þá. Dómur í héraði var svo kveðinn upp í febrúar 2015, tæpum 10 árum eftir ætluð brot og var Hannes sýknaður af ákærunni. „Efnahagsbrotadeildin kemur yfir til okkar árið 2011 og þá fáum við til okkar 90 mál og meðal annars þetta. Það kom ofan á allt annað sem við vorum með á okkar borði eftir hrun. Síðan má bæta því við að embættið þurfti að afla gagna frá Lúxemborg og það tók langan tíma,“ segir Ólafur Þór aðspurður um þessar tafir á rannsókn málsins. Þá bætir hann við að sex starfsmenn hafi komið úr efnahagsbrotadeildinni yfir til sérstaks saksóknara en 14-15 manns hafi starfað í deildinni þegar hún heyrði undir ríkislögreglustjóra. „Gagnvart sakborningi eða aðilum máls er þetta auðvitað ekki gott en nú er þessu máli bara lokið og það fæst í raun ekki frekari efnisleg niðurstaða í það,“ segir Ólafur.Var ákærður fyrir tæplega þriggja milljarða fjárdráttSérstakur saksóknari ákærði Hannes fyrir að hafa dregið sér tæplega 3 milljarða af reikningi FL Group í Kaupþingi í Lúxemborg sem svo voru lagðir inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons í sama banka. Millifærslan var framkvæmd þann 25. apríl 2005 og án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Hannes hefur alla tíð neitað sök í málinu og sagðist við aðalmeðferð málsins í héraði „ekkert kannast við þessi viðskipti”. Stærsti eigandi Fons var Pálmi Haraldsson. Peningurinn var svo millifærður af reikningi Fons yfir á reikning stærstu hluthafa í flugfélaginu Sterling. Taldi saksóknari að millifærslan frá FL Group til Fons benti til þess að fyrrnefnda félagið ætlaði að taka þátt í kaupum Fons á Sterling. Tengdar fréttir Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Ákæruvaldið gerir ráð fyrir því að sýknudómi í máli Hannesar Smárasonar verði áfrýjað. 18. febrúar 2015 10:39 Hannes Smárason sýknaður Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var ákærður fyrir tæplega 3 milljarða króna fjárdrátt. 18. febrúar 2015 09:15 Hæstiréttur fellir niður fjárdráttarmál gegn Hannesi Smárasyni Var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega þrjá milljarða. 13. október 2016 16:04 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Mistök og mannekla eru ástæða þess að gögn ákæruvaldsins í máli þess gegn Hannesi Smárasyni bárust Hæstarétti seint en rétturinn felldi málið niður í gær vegna mikilla tafa í málsmeðferðinni sem er á ábyrgð ákæruvaldsins. Vísir sendi fyrirspurn á Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og spurðist fyrir um ástæðu þess að málið dróst svo mjög á langinn en á meðal þess sem gerðist var að greinargerð til Hæstaréttar var skilað inn fimm dögum of seint. Í skriflegu svari Sigríðar segir að sú fimm daga töf sem varð á skilum greinargerðar sé meðal annars „tilkomin vegna þeirra mistaka hér innanhúss að póstleggja greinargerðina í stað þess að boðsenda hana til Hæstaréttar.“ Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákæruvaldið hafi óskað eftir frest til 24. ágúst 2016 til að skila málsgögnum og svo fengið frest tvisvar í viðbót, annars vegar til 14. september sama ár og svo aftur til 21. september. Greinargerðin skilaði sér hins vegar ekki fyrr en þann 26. september síðastliðinn. „Gerð málsgagna til Hæstaréttar dróst sökum manneklu eins og sum önnur verkefni hér við embættið. Við embættið starfa í dag 7 ákærendur, að ríkissaksóknara meðtöldum,“ segir í svari Sigríðar.Ekki gott gagnvart sakborningi eða aðilum máls Fyrir héraði var málið rekið af embætti sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill ekki tjá sig um þann drátt á málinu sem varð hjá ríkissaksóknara í samtali við Vísi. Í dómi Hæstaréttar er það þó líka gagnrýnt hversu langan tíma rannsókn málsins tók en meint brot Hannesar áttu sér stað í apríl 2005. Rannsókn málsins hófst fjórum árum seinna en lögregluskýrsla var þó ekki tekin af Hannesi fyrr en í janúar 2011. Ákæra var svo gefin út í október 2013 og segir í dómi Hæstaréttar að engin skýring sé komin fram á því hvers vegna ákæran var ekki gefin út fyrr en þá. Dómur í héraði var svo kveðinn upp í febrúar 2015, tæpum 10 árum eftir ætluð brot og var Hannes sýknaður af ákærunni. „Efnahagsbrotadeildin kemur yfir til okkar árið 2011 og þá fáum við til okkar 90 mál og meðal annars þetta. Það kom ofan á allt annað sem við vorum með á okkar borði eftir hrun. Síðan má bæta því við að embættið þurfti að afla gagna frá Lúxemborg og það tók langan tíma,“ segir Ólafur Þór aðspurður um þessar tafir á rannsókn málsins. Þá bætir hann við að sex starfsmenn hafi komið úr efnahagsbrotadeildinni yfir til sérstaks saksóknara en 14-15 manns hafi starfað í deildinni þegar hún heyrði undir ríkislögreglustjóra. „Gagnvart sakborningi eða aðilum máls er þetta auðvitað ekki gott en nú er þessu máli bara lokið og það fæst í raun ekki frekari efnisleg niðurstaða í það,“ segir Ólafur.Var ákærður fyrir tæplega þriggja milljarða fjárdráttSérstakur saksóknari ákærði Hannes fyrir að hafa dregið sér tæplega 3 milljarða af reikningi FL Group í Kaupþingi í Lúxemborg sem svo voru lagðir inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons í sama banka. Millifærslan var framkvæmd þann 25. apríl 2005 og án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Hannes hefur alla tíð neitað sök í málinu og sagðist við aðalmeðferð málsins í héraði „ekkert kannast við þessi viðskipti”. Stærsti eigandi Fons var Pálmi Haraldsson. Peningurinn var svo millifærður af reikningi Fons yfir á reikning stærstu hluthafa í flugfélaginu Sterling. Taldi saksóknari að millifærslan frá FL Group til Fons benti til þess að fyrrnefnda félagið ætlaði að taka þátt í kaupum Fons á Sterling.
Tengdar fréttir Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Ákæruvaldið gerir ráð fyrir því að sýknudómi í máli Hannesar Smárasonar verði áfrýjað. 18. febrúar 2015 10:39 Hannes Smárason sýknaður Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var ákærður fyrir tæplega 3 milljarða króna fjárdrátt. 18. febrúar 2015 09:15 Hæstiréttur fellir niður fjárdráttarmál gegn Hannesi Smárasyni Var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega þrjá milljarða. 13. október 2016 16:04 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Ákæruvaldið gerir ráð fyrir því að sýknudómi í máli Hannesar Smárasonar verði áfrýjað. 18. febrúar 2015 10:39
Hannes Smárason sýknaður Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var ákærður fyrir tæplega 3 milljarða króna fjárdrátt. 18. febrúar 2015 09:15
Hæstiréttur fellir niður fjárdráttarmál gegn Hannesi Smárasyni Var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega þrjá milljarða. 13. október 2016 16:04