Erlent

Minnst 45 látnir í tveimur sjálfsmorðssprengingum í Nígeríu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá árásinni í Borno þann 1. júlí.
Frá árásinni í Borno þann 1. júlí. Vísir/AFP
Rúmlega 45 féllu þegar tvær konur sprengdu sig í loft upp á fjölförnum markaði í borginni Borno í Nígeríu í dag. Íslamistasamtökin Boko Haram eru sökuð um ódæðið. Þann 1. júlí síðastliðinn létust 15 manns í sprengjuárás á sama markaðinum.

Boko Haram hafa nú hertekið nokkra bæi í norðausturhluta landsins á undanförnum vikum, en hryðjuverkasamtökin vilja stofna Íslamskt ríki á svæðinu.

AFP fréttaveitan hefur eftir embættismanni í borginni að tvær konur hafi sprengt sig í loft upp. Í fyrra skiptið stóð kona við vagni sem hlaðin var vörum og tók upp síma sem hún hringdi úr. Við það sprakk sprengjan, en upprunalega var talið að sprengjan hafi verið í vagninum.

Um tíu mínútum seinna gekk kona sem talið er að hafi verið um 19 ára gömul inn í hóp sjúkraflutningamanna, lögreglumanna og íbúa. Sú var með poka á bakinu, sem leit út fyrir að barn væri í, en innihélt sprengju.

Boko Haram notast annað hvort við viljuga sjálfboðaliða eða neyðir ungar konur til að framkvæma sjálfsmorðsárásir í Nígeríu en fjöldi slíkra árása hafa verið gerðar síðustu mánuði.


Tengdar fréttir

Skotárás á kennaraskóla í Nígeríu

Talið er að 13 séu látnir og 34 særðir. Ekki er víst hver er ábyrgur fyrir árásinni en líklegt er að Boko Haram standi á bak við hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×